Mætti í Spursmál klædd handprjónaðri lopapeysu

Peysan var gjöf frá foreldrum Völu.
Peysan var gjöf frá foreldrum Völu. mbl.is/María

Lopapeysa Völu Garðarsdóttur fornleifafræðings vakti mikla athygli í Spursmálum á dögunum en peysan er frá Færeyjum. Vala býður sig fram í komandi alþingiskosningum fyrir Framsóknarflokkinn í Suðvesturkjördæmi. 

„Þessa peysu fékk ég í gjöf frá mömmu minni og pabba fyrir einhverjum árum. Hún er prjónuð í Færeyjum af stelpunum í Gudrun/Gudrun,“ segir Vala og bætir við að merkið hafi ekki verið orðið svona stórt þegar móðir hennar keypti peysuna.

„Hún sá þessa peysu, eða álíka, í dönsku þáttunum Glæpurinn eða Forbridelsen og vildi endilega gefa mér eins. En ég nota hana mjög mikið og hef gert í mörg ár og á gráa, svarta og hvíta líka. Svo átti ég svona hvíta og svarta sem hvarf. Ég sem sagt elska lopapeysur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda