Hvaðan er vínrauða dragt Ölmu Möller?

Það er mikið notagildi í vínrauðu dragtinni.
Það er mikið notagildi í vínrauðu dragtinni. mbl.is/Ágúst

Alma Möller mætti í oddvitaviðtöl framboða í Suðvesturkjördæmi fyrir mbl.is á dögunum klædd vínrauðri dragt og ljósri blússu. Litavalið er góð tilbreyting frá svarta og dökkbláa litnum sem er ráðandi í þessum klæðnaði. Klæðnaður Ölmu vakti mikla athygli í heimsfaraldrinum og gefur hún ekkert eftir nú þegar hún er komin í pólitík.

Alma Möller í Smartlandsblaðinu sem kom út fyrr í haust.
Alma Möller í Smartlandsblaðinu sem kom út fyrr í haust. mbl.is/Eggert

Dragtin er frá sænska merkinu Filippu K. Merkið var stofnað í Stokkhólmi árið 1993 af Filippu Knutsson og er þekktast fyrir skandínavíska minimalismann. Þá vildi hún framleiða vel sniðinn og vandaðan klæðnað til hversdagsnotkunar. 

Það hefur tekist vel og eru dragtirnar frá merkinu sérstaklega þekktar fyrir að vera vandaðar. Hún notar sömu sniðin ár eftir ár og eru dragtirnar til í nokkrum útfærslum. Filippa K fæst í EVU á Laugavegi og í GK Reykjavík hér á landi. 

Þessi litur fæst ekki hér á landi. Dragtin fæst þó í svörtu í Evu á Laugavegi. Jakkinn kostar 64.995 kr. og buxurnar 44.995 kr. Bæði jakkinn og buxurnar eru úr 98% merino-ull á móti 2% af teygju. 

Dragtin frá Filippu K er klassísk og vel sniðin.
Dragtin frá Filippu K er klassísk og vel sniðin.
Flottar dragtarbuxur sem hægt er að nota við mörg tilefni.
Flottar dragtarbuxur sem hægt er að nota við mörg tilefni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda