Fatastíllinn breytist með aldrinum

Morgunblaðið/Eggert

Agnes Löve píanóleikari segir það mikilvægt að hafa sig til og vera fín. Hún hafi verið þannig alla tíð og standist yfirleitt ekki mátið þegar hún sér falleg föt í verslunum. Hárgreiðsla er hennar helsti veikleiki en þangað fer hún einu sinni í viku og hefur gert síðustu þrjátíu ár. Bleikur varð fyrir valinu að þessu sinni.

Agnes Löve er 82 ára píanóleikari sem á glæstan feril að baki. Hún var meðal annars tónlistarstjóri Þjóðleikhússins, kórstjóri og skólastjóri Tónlistarskóla Garðabæjar. Agnes er lífsglöð, glæsileg og hefur alla tíð haft mikinn áhuga á fötum. Hún stenst ekki enn að lífga upp á fataskápinn og fylgist vel með því sem er að gerast í tísku. Hún fer í greiðslu einu sinni í viku og telur það sinn helsta veikleika.

Hvernig hefurðu hugsað um heilsuna síðustu ár?

„Það hefur ekki orðið nein sérstök breyting á því, ég hef alltaf passað upp á mig. Ég passa að fara til læknis einu sinni á ári og hafa þetta í lagi,“ segir Agnes. „Ég borða hollan mat, eiginlega of hollan mat. Mér finnst hann oft svo leiðinlegur, þessi holli matur. Alveg frá því ég var lítil þurfti ég að borða hafragraut á morgnana. Ég sór það að þegar ég yrði 16 ára og réði mér sjálf þá ætlaði ég aldrei aftur að borða hafragraut. En nú finnst mér hann ágætur, þetta eltist af mér,“ segir hún og hlær.

Nú ertu alltaf dugleg að hafa þig til, finnst þér það mikilvægt?

„Já, að vera fín. Mér hefur alltaf fundist svo gaman að vera fín, eiga fína skó og þegar ég var lítil að fara í sparikjól. Það var ægilega gaman. En svo hefur það bara haldist,“ segir Agnes.

Hefur fatastíllinn breyst?

„Stíllinn breytist náttúrulega með aldrinum og maður klæðir sig öðruvísi. Þú veist, fleiri jakkar og buxur. Dragtir. Ég hef alltaf haft afskaplega gaman af fötum, finnst gaman að fylgjast með og kaupa föt.“

Ertu enn þá dugleg að kaupa þér föt?

„Ég á orðið svo mikið en ég get samt ekki staðist það að hressa upp á fataskápinn á haustin og vorin. Það er aðallega þá sem manni finnst vera þörf á því.“

Þá segist hún hafa uppgötvað verslun í Kópavogi fyrir stuttu þar sem fötin eru saumuð í versluninni.

„Mér fannst það svolítið skemmtilegt og eyddi miklum peningum þar. Allt of miklum,“ segir hún og hlær. „Ekki fer maður með peningana yfir, svo það er um að gera að eyða þeim bara.“

Hún segir blaðamanni frá skærbleikri dragt sem hún fékk á útsölumarkaði í Holtagörðum í Reykjavík á dögunum. „Ég missi mig stundum þar því það getur munað miklu á verði.“

Ertuduglegfara í hárgreiðslu?

„Já, það er minn veikleiki. Ég fer alltaf á hárgreiðslustofu einu sinni í viku og hef gert það í þrjátíu ár. Ég er til dæmis núna með ægilega flottan bleikan lit í hárinu, því það var nú einu sinni bleikur mánuður,“ svarar Agnes.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda