Kanntu að klæða þig fyrir kuldann?

Það verður að passa að frjósa ekki úr kulda.
Það verður að passa að frjósa ekki úr kulda. Unsplash/Emmeli M

Íslendingurinn svarar yfirleitt játandi en stekkur svo út í bíl í þunnri yfirhöfn úr ullar- og akrýlblöndu og notar bílinn sem hefur verið í gangi síðustu tuttugu mínúturnar sem úlpu. Hann frýs nánast úr kulda því það gleymdist að lesa um efnainnihald flíkunnar áður en hún var keypt.

Þeir sem eiga bíl komast upp með þetta en þeir sem ganga í vinnu, skóla eða taka strætó þurfa að hugsa öðruvísi. Þá gildir ein regla sem ömmur okkar hafa tönglast á í gegnum tíðina: náttúrulegu efnin eru yfirleitt betri.

Það að fara út úr húsi í vetrarstígvélum með fínni skó til skiptis er auðvitað frábært ráð, sérstaklega fyrir foreldra sem þurfa að hlaupa inn með börn á leikskóla í slabbinu. Skór eins og Ugg-skórnir eru þá auðvitað gríðarlega hlýir enda ullarfóðraðir og eins og knýjandi sæng fyrir fæturna. Loðfóðruð ullarinnlegg eru líka dásamleg og það ráð gleymist oft. Þau gera skóna mun hlýrri.

Tilvalin jólagjöf

Ullarpeysa er eitthvað sem flestir hugsa um þegar kalt er í veðri. En ull er ekki bara ull. Kasmír-ull er sú hlýjasta, oftast sú dýrasta reyndar en hún getur verið allt að sjö til átta sinnum hlýrri en merino-ull. Kasmír andar einnig vel og er góð með öðrum náttúrulegum efnum til að halda á hita. Góð kasmírpeysa er því eins og ofn og er úrvalið af þeim orðið nokkuð gott hér á landi. Beint á jólagjafalistann. Þó að akrýl-peysan sé betri fyrir bankareikninginn þá gerir hún ekki neitt fyrir þig ef þú vilt halda á þér hita. Þau kulvísustu ættu að forðast það efni ásamt viskósi og pólýester. 

Hlýrabolur úr ull eða silki er flík sem verður að eiga sem innsta lag. Þá verða skyrturnar ekki jafn kaldar og áður. Það er líka gott að sofa í þeim á köldum nóttum. Í yfirhöfnum þá eru náttúruleg efni eins og ull og dúnn langbest. Góð og síð dúnúlpa kemur manni langt hérlendis þar sem úrkoman er mikil. Peysur og jakkar úr flísefni eru líka mjög hlýjir og hjálpa til við að halda hitanum inni. Þá er mikilvægt að hafa innsta lagið úr merino-ull eða silki svo að þú svitnir ekki og kólnir.

Svo muna að hlaða á sig aukahlutum eins og höskum, treflum og húfum. Lúffur eru jafnframt hlýrri en hanskar þar sem fingurnir verma hvor annan. Leðurhanskar sem eru fóðraðir með ull þykja mjög góðir og þá húfa og trefill úr kasmír-ull.

Ullarpeysa frá Andrá Reykjavík, fæst í Andrá og kostar 29.900 …
Ullarpeysa frá Andrá Reykjavík, fæst í Andrá og kostar 29.900 kr.
Víðar leðurbuxur frá Oval Square, fást í Galleri 17 og …
Víðar leðurbuxur frá Oval Square, fást í Galleri 17 og kosta 56.995k r.
Hlýrabolur úr ull frá Farmer's Market sem kostar 7.900 kr.
Hlýrabolur úr ull frá Farmer's Market sem kostar 7.900 kr.
Leðurlúffur frá Bruun & Stengade, fást í Mathildu og kosta …
Leðurlúffur frá Bruun & Stengade, fást í Mathildu og kosta 14.990 kr.
100% kasmírpeysa frá Cos sem kostar 35.000 kr.
100% kasmírpeysa frá Cos sem kostar 35.000 kr.
Sokkar úr ullar- og kasmírblöndu. Fást í Zöru og kosta …
Sokkar úr ullar- og kasmírblöndu. Fást í Zöru og kosta 3.795 kr.
Síð dúnúlpa frá 66°Norður sem kostar 89.900 kr.
Síð dúnúlpa frá 66°Norður sem kostar 89.900 kr.
Jodis stígvél, fást í Kaupfélaginu og kosta 34.995 kr.
Jodis stígvél, fást í Kaupfélaginu og kosta 34.995 kr.
Þröngur ullarbolur frá Filippu K sem kostar 26.995 kr. og …
Þröngur ullarbolur frá Filippu K sem kostar 26.995 kr. og fæst í GK Reykjavík.
Fallegur ullar- og kasmírjakki frá Filippu K. Fæst í Evu …
Fallegur ullar- og kasmírjakki frá Filippu K. Fæst í Evu og kostar 146.995 kr.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda