Yngra fólk hrifnara af „heimagalla“ Áslaugar Örnu

Jogginggallar eru algengir á meðal ungs fólks í dag en …
Jogginggallar eru algengir á meðal ungs fólks í dag en sjást sjaldnar á fólki í framboði. mbl.is/Karítas

„Þú náðir mér á degi þar sem ég ætlaði sem minnst að koma fram heldur sitja við símann og hringja í tvö hundruð kjósendur,” svarar Áslaug Arna þegar hún var spurð út í bláa jogginggallann sem hún klæddist í gær.

Þegar það eru aðeins tveir dagar til alþingiskosninga kemur ekki á óvart að þeir sem í framboði eru bregði sér í þægilegri klæðnað af og til. Algengara er að sjá frambjóðendur í fínum skyrtum og jökkum.

„Þetta er svona heimagallinn minn,” segir hún hlæjandi. „En ég veit að þetta er hefðbundinn klæðnaður hjá aðeins yngra fólki. Það hef ég séð þegar ég heimsæki framhaldsskólana í þessari kosningabaráttu líka. Þetta eru ótrúlega þægileg föt auðvitað og ég vildi óska þess að tískan hafi verið þægileg þegar ég var unglingur í Versló.“

Verður þú í gallanum í því sem er framundan?

„Nei, ég verð nú ekki í þessum galla. Ég vel almennt bláar dragtir til að klæðast í baráttunni en ég var vissulega í peysunni á dögunum í þætti fyrir ungt fólk,” svarar hún. „Hann er í rétta litnum. Dagarnir eru langir og maður er á hlaupum á milli pallborða, viðtala og kosningaskrifstofa svo þægileg föt eru lykilatriði. Þó að ég sé nú ekki klædd svona í störfum mínum á þinginu eða sem ráðherra.“

Þátturinn sem hún talar um eru Kappleikarnir en það eru kappræður Stöðvar 2 sem fjalla um málefni ungs fólks. Hún segir viðbrögð fólks við gallanum verið mismunandi og hafi hann frekar slegið í gegn á meðal unga fólksins. Einn eldri maður gerði ráð fyrir því að hún hefði gleymt því að vera á leiðinni í sjónvarpsviðtal en yngri stelpa sem ekki er enn komin með kosningarétt hafi sagt Áslaugu vera þá einu sem ekki væri klædd eins og „gamalt fólk.”

„Svo heyrði ég af einni sem sagði pabba sínum frá því að hafa horft á kosningadæmi fyrir unga í sjónvarpinu, allir hafi verið fínir í skyrtu og með næluna sína af því þau voru í sjónvarpinu en ekki Áslaug Arna. Hún var bara í Rotate-peysu og fannst það töff.“

Fyrir þá sem ungir eru, vilja slá í gegn hjá unga fólkinu eða vilja stela stílnum af Áslaugu finna gallann í GK Reykjavík. Hann er frá danska merkinu Rotate. 

Áslaug ætlaði að verja deginum við símann.
Áslaug ætlaði að verja deginum við símann. mbl.is/Karítas
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda