Þorgerður skartaði 20 ára gamalli Karen Millen-dragt

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var í essinu sínu í Karen Millen-dragtinni …
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var í essinu sínu í Karen Millen-dragtinni á Hótel Borg þar sem kosningavakan fór fram. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var glæsileg til fara á kosningavökunni á laugardagskvöldið. Hún skartaði svartri dragt með satínboðungum á jakka, satínklæddum tölum og satínlíningum á buxnaskálmum. Dragtina keypti hún í Karen Millen fyrir 20 árum. 

Þorgerður Katrín var eins og kvenkynsútgáfan af James Bond í dragtinni sem smellpassar og er eins og ný þrátt fyrir að hafa verið keypt fyrir tveimur áratugum. 

Fatamerkið Karen Millen kom til Íslands árið 2000 og voru það Svava Johansen og Bolli Kristinsson, þáverandi par og eigendur NTC, sem opnuðu samnefnda verslun í Kringlunni við mikinn fögnuð. Karen Millen kom með nýjan tón inn í íslenska fataflóru því snið og efnisval var öðruvísi en landsmenn áttu að venjast. Seinna átti Svava eftir að taka við keflinu eftir að Bolli hvarf á braut í önnur verkefni. 

Því miður var rekstri Karen Millen hætt hérlendis en fatamerkið er enn þá til þrátt fyrir að töluverðar breytingar hafi orðið á eignarhaldi merkisins. 

Hér er Þorgerður Katrín á RÚV á kosninganótt ásamt Kristrúnu …
Hér er Þorgerður Katrín á RÚV á kosninganótt ásamt Kristrúnu Frostadóttur, Ólafi Þ. Harðarsyni og Bjarna Benediktssyni. mbl.is/Eythor Arnason
Kristrún Frostadóttir klæddist pallíettutoppi sem fór henni vel. Ekki síður …
Kristrún Frostadóttir klæddist pallíettutoppi sem fór henni vel. Ekki síður en dragt Þorgerðar Katrínar sem smellpassar. mbl.is/Eythor Arnason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda