Á hverju ári gefur litafyrirtækið Pantone út lit ársins. Þessi litur á að endurspegla tískustrauma og tíðaranda hvers árs fyrir sig þvert á lönd og þjóðir. Þeir sem velja lit ársins er net hönnuða og litasérfræðinga hjá Pantone.
Litur ársins 2025 er „mokkamús“. Það má lýsa litnum sem hlýjum brúnum tón sem minnir helst á ljósa súkkulaðimús. Tónar af súkkulaði og kaffi eiga að tákna hluti sem veita okkur smá ánægju og þægindi á degi hverjum.
Litinn má búast við að sjá í fatnaði, innanhússhönnun og grafík meðal annars. Yfir tíu milljónir hönnuða um allan heim styðjast við litafræði fyrirtækisins á ári hverju.
Litanúmerið er PANTONE 17-1230 Mocha Mousse.