Matthieu Blazy ráðinn listrænn stjórnandi Chanel

Matthieu Blazy hefur verið ráðinn listrænn stjórnandi Chanel.
Matthieu Blazy hefur verið ráðinn listrænn stjórnandi Chanel. Ljósmynd/Instagram

Matthieu Blazy hefur verið ráðinn listrænn stjórnandi franska tískuhússins Chanel. Hann mun bera ábyrgð á öllum Haute Couture-línum tískuhússins sem innihalda fatnað, fylgihluti og allt það helsta. Blazy mun hafa aðsetur í París og mun heyra undir Bruno Pavlovsky æðsta yfirmann Chanel. Hann hefur störf í apríl 2025.

„Ég er himinlifandi og það er heiður að fá að ganga til liðs við hið frábæra „House of Chanel“. Ég hlakka til að hitta samstarfsfólk mitt svo við getum farið að skrifa söguna saman,“ segir Blazy í fréttatilkynningu sem tískuhúsið sendi út í gærkvöldi. 

„Ég er ánægður með að bjóða Matthieu Blazy velkominn. Ég er sannfærður um að hann mun geta leikið sér með arfleifð hússins,“ segir Bruno Pavlovsky og bætir því við að Blazy búi yfir djörfum persónuleika og sé nýstárlegur í hugsun.

En hver er þessi Matthieu Blazy?

Hann er fæddur í París árið 1984 og er fransk-belgískur. Hann lærði í La Cambre í Brussel. Ferill hans hófst hjá herrahönnuðinum Raf Simons en þaðan lá leið hans til Maison Margiela. Hann hefur starfað fyrir Céline, Calvin Klein og Bottega Veneta.  

Tískuáhugafólki er vissulega létt því franska tískuhúsið hefur verið án listræns stjórnanda síðan Virginie Viard hætti sem listrænn stjórnandi Chanel fyrr á þessu ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda