Charlene prinsessa vakti mikla lukku aðdáenda þegar hún fór á stjá í töffaralegum leðurjakka. Kalt var í veðri þannig að hún var með hvítan trefil vafinn þétt um hálsinn en hann tónaði fallega við koníaksbrúna leðurjakkann.
Prinsessan er þekkt fyrir allt annað en að lifa naumlega og er jakkinn úr smiðju tískuhússins Chloé. Til þess að fullkomna útlitið var hún með stóra gulleyrnalokka og í víðum dökkum buxum.
Prinsessan hefur verið dugleg að skarta fallegum flíkum að undanförnu en fyrir stuttu sást hún í fallegu dökkgrænu dressi og háum stígvélum. Hún þótti einstaklega fáguð og margir líta upp til hennar þegar kemur að fatavali.