Charlene prinsessa töffaraleg í leðurjakka

Charlene prinsessa af Mónakó þótti fín í nýjum leðurjakka.
Charlene prinsessa af Mónakó þótti fín í nýjum leðurjakka. AFP

Charlene prinsessa vakti mikla lukku aðdáenda þegar hún fór á stjá í töffaralegum leðurjakka. Kalt var í veðri þannig að hún var með hvítan trefil vafinn þétt um hálsinn en hann tónaði fallega við koníaksbrúna leðurjakkann.

Prinsessan er þekkt fyrir allt annað en að lifa naumlega og er jakkinn úr smiðju tískuhússins Chloé. Til þess að fullkomna útlitið var hún með stóra gulleyrnalokka og í víðum dökkum buxum.

Prinsessan hefur verið dugleg að skarta fallegum flíkum að undanförnu en fyrir stuttu sást hún í fallegu dökkgrænu dressi og háum stígvélum. Hún þótti einstaklega fáguð og margir líta upp til hennar þegar kemur að fatavali.

Charlene prinsessa var í jakka frá Chloé.
Charlene prinsessa var í jakka frá Chloé. AFP
Charlene prinsessa var með börnum sínum og eiginmanni að fara …
Charlene prinsessa var með börnum sínum og eiginmanni að fara á jólahátíð. AFP
Charlene ásamt Gabríellu og Jacques sem eru tíu ára tvíburar.
Charlene ásamt Gabríellu og Jacques sem eru tíu ára tvíburar. AFP
Charlene prinsessa þótti afar fáguð í þessu dökkgræna dressi.
Charlene prinsessa þótti afar fáguð í þessu dökkgræna dressi. AFP
Hér parar hún dökkgrænt sítt vesti við svartan rúllukragabol.
Hér parar hún dökkgrænt sítt vesti við svartan rúllukragabol. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda