Velúrkjóll Rósu er fullkominn við gifsið

Klassísk flík úr velúrefni.
Klassísk flík úr velúrefni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði og nýr þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, skartaði gifsi og kóngabláum velúrkjól á kynningarfundi fyrir nýja þingmenn sem haldinn var á dögunum. Kjóllinn er fullkominn fyrir tímann núna.

Kjóllinn er frá KronKron og er klassísk flík frá því íslenska fatamerki. Kjóllinn hefur verið til í mörg ár og það í nokkrum litum. Kjóllinn sem varð fyrir valinu hjá Rósu er í kóngabláum lit. Við kjólinn var hún með ljósa og dökkbrúna mynstraða slæðu sem má segja sé í gifslitunum.

20% silki og 80% viskós

Kjóllinn er úr 20% silki og 80% viskós. Efnið er mynstrað þó það beri ekki mikið á því en það er fengið með svokallaðri devoré-aðferð, einnig kölluð „burnout.“ Devoré-áferðin er oft notuð á velúrefni og er fengin með því að ákveðnar trefjar eru brenndar í burtu með kemískum efnum í sem býr til gegnsærri textíl. Það má ímynda sér það þannig að ef þú horfir á velúrefni á röngunni, það efni verður eftir á meðan það „mjúka“ á yfirborðinu hverfur. Þetta er aldagömul aðferð og ákaflega fallegt mynstur sem getur skapast. Flíkin verður oft líflegri og léttari fyrir vikið. 

Á vefsíðu KronKron má finna kjólinn sem heitir Ursula. Hann kostar 45.900 krónur.

Rósa segist þakklát fyrir að ekki fór verr en hún …
Rósa segist þakklát fyrir að ekki fór verr en hún lenti í hálkuslysi skömmu eftir kosningar og skartaði þess vegna gifsi. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Ursula-kjóllinn í djúpfjólubláum lit.
Ursula-kjóllinn í djúpfjólubláum lit. Ljósmynd/KronKron
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda