Kristrún geislaði í 144.000 króna kjól á Bessastöðum

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar var töluvert djörf í fatavali en …
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar var töluvert djörf í fatavali en samt smart á Bessastöðum í gær. Samsett mynd

Kristrún Frosta­dótt­ir formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar tók við embætti for­sæt­is­ráðherra á Bessa­stöðum í gær. Kristrún klæddi sig upp á í til­efni dags­ins og skartaði 144.000 króna kjól úr 100% Viscose. Kjóll­inn er frá ít­alska tísku­merk­inu MSGM sem er vandað og vel saumað og býður oft­ar en ekki upp á klæðileg snið. 

Við kjól­inn var Kristrún í rauðum skóm og var hárið vel blásið við. Skórn­ir eru frá ís­lenska skó- og tösku­merk­inu Kalda og heita Peki. Það er aug­ljóst að Kristrún er að fá hjálp með fata­val því það hef­ur stór­batnað síðustu mánuði. Hún klædd­ist til dæm­is 54.000 króna pallí­ettu­blússu frá Polo Ralph Lauren á kosn­ing­a­nótt­inni, sem keypt var í Mat­hilda í Smáralind, og Smart­land greindi frá því að hún hefði neglt sig inn í rík­is­stjórn í þess­ari föngu­legu flík. 

Alma í Fil­ippu K

Alma Möller var glæsi­leg í sinni vín­rauðu dragt frá Fil­ippa K. og Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir leyfði sér ör­lítið meira með því að fara í ör­lítið glans­andi jakka við bux­ur og blússu. 

Ökla­skór ganga ekki við kjól

Næsta verk Ingu Sæ­land er að fá sér stíl­ista. Á meðfylgj­andi ljós­mynd­um sést hún í svört­um skóm sem ná upp að ökkla og er í 40 den sokka­bux­um við. Slík­ir skór ganga ekki við pils eða kjóla og alls ekki þegar fólk tek­ur við ráðherra­embætti. Þótt það sé nap­urt á Álfta­nesi eins og var í gær þá mega slík­ar boms­ur alls ekki sjást á tröpp­um Bessastaða. Fólk not­ar ökla­skó við síðbux­ur og helst við hvers­dags­leg­ar at­hafn­ir. Betra hefði verið að klæðast hefðbundn­um spari­skóm með nokk­urra sentí­metra háum hæl. Skórn­ir frá Tam­ar­is hefðu til dæm­is átt vel, þægi­leg­ir en samt pen­ir. 

Fólk í ráðherra­embætt­um þarf að klæða sig á viðeig­andi hátt. Það má al­veg minna á að starf­inu fylg­ir vald og ákveðin virðing og þarf slíkt að end­ur­spegl­ast í fata­vali, förðun og hár­greiðslu.

Hér er Kristrún Frostadóttir fyrir miðju ásamt nýrri ríkisstjórn.
Hér er Kristrún Frosta­dótt­ir fyr­ir miðju ásamt nýrri rík­is­stjórn. mbl.is/​Eyþór Árna­son
Það tiplar enginn á tánum í rauðum skóm. Skófatnaður Ingu …
Það tipl­ar eng­inn á tán­um í rauðum skóm. Skófatnaður Ingu Sæ­land vakti at­hygli en þess má geta að ökla­skór og hnésíður kjóll fara ekki sam­an. mbl.is/​Eyþór Árna­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda