Húðumhirða og förðun hefur sjaldan leikið jafnstórt hlutverk í daglegu lífi landsmanna. Það sem einkenndi 2024 var að allir og amma þeirra, eða svona næstum því, voru komnir með húðrútínu. Það að sofna með farðann á sér og mála yfir herlegheitin daginn eftir er alveg dottið úr móð. Smartland tók saman lista yfir bestu snyrtivörurnar þetta árið.
Farði ársins!
Erborian Super BB
Förðunarfræðingar eru sérlega hrifnir af þessum farða því hann gefur húðinni fallegan ljóma og raka. Hann felur roða og dökka bletti og allar ójöfnur í húðinni. Hann hentar fyrir húð á öllum aldri og veitir glóandi yfirbragð.
CC krem ársins!
IT Cosmetics CC+ Nude Glow Lightweight Foundation + Glow
Serum SPF40
Þetta CC-krem frá IT Cosmetics gefur fallega áferð og þekju án þess að vera of yfirþyrmandi. Um er að ræða fyrsta CC-kremið sem er 90% húðvara sem gefur ljóma og jafnar húðlitinn.
Shiseido Synchro Skin Self Refreshing Concealer
Þessi hyljari gefur augnsvæðinu fallega áferð og vinnur í takt við húðina. Hann endist í 24
klukkutíma og sest ekki í fínar línur sem geta myndast undir augunum með árunum.
Clarins Wonder Volume XXL Mascara
Þær sem þrá þykk og löng augnhár geta ekki hætt að nota þennan maskara. Hann þykkir og lengir augnhárin og klínist ekki út um allt.
Maybelline New York Lash Sensational Sky High Tinted Primer
Ef þig dreymir um að vera með augnhár sem ná upp til skýjanna þá er þessi maskaragrunnur hið mesta þarfaþing. Hann kom reykspólandi inn á markaðinn og drottningar augnháranna tóku andköf. Hann er svo góður að það er jafnvel hægt að nota hann
einan og sér og sleppa sjálfum maskaranum.
Chanel Enchanted Night
Þessi litapalletta er innblásin af norðurljósunum og því talaði hún beint inn í hjartað á íslensku spariguggunni sem reykspólaði af stað um leið og línan kom í verslanir. Þessi djarfa palletta sem státar af perlulit, bleikum, appelsínugulum og vínrauðum töfrar fram blik í auga
þegar litirnir eru blandaðir á augnlokunum. Best er að byrja á því að nota perlulitinn á augnlokið og setja svo þennan vínrauða yfir. Það má svo setja örlítið af bleika litnum í
kinnarnar og svo má skyggja með þeim appelsínugula.
Clarins Ever Matte Compact Powder
Allar eðaldömur vilja ekki hafa glansandi nebba og því er mikilvægt að hafa gott
púður í töskunni.
Gosh Copenhagen Oh My Glow Bronzing Drops
Leyndarmálið á bak við frísklega húð er að setja þessa glansdropa í andlitið. Það er hægt að blanda þeim út í farða, setja á andlitið eitt og sér eða setja á kinnbein og meðfram hárlínunni. Það fer allt eftir því hversu bronsaðar við viljum vera í framan. Það sem gerir þessa dropa af ljómavöru ársins er hvað hún er auðveld í notkun og enginn notandi þarf að vera með förðunarfræðipróf upp á vasann til að geta verið glóandi af fegurð.
Guerlain Terracotta En Plein Soleil
Sólarpúðrin frá Guerlain eru löngu orðin heimsþekkt en þetta púður kom á markað á árinu en það hefur að geyma gulltóna sem gefa húðinni einstakan ljóma. Þegar konur eru komnar yfir fertugt er mikilvægt að bera sólarpúðrið ofarlega á kinnbeinin til að reyna að ýta andlitinu upp – ekki niður og þá kemur þetta sólarpúður til bjargar.
Shiseido Modern Matte Powder
Það varð ekki þverfótað fyrir vörum í mjúkum litum á árinu og þá kom þessi varalitur
í litnum Disrobed mjög sterkur inn, bæði í hversdagslífinu og félagslífinu.
Anastasia Beverly Hills Natural & Polished Deluxe Brow Kit
Augabrúnirnar voru fyrirferðarmiklar á árinu og fóru mestu skvísur landsins ekki út úr húsi nema að vera með þykkar og vel mótaðar brúnir. Þetta kitt frá Anastasia Beverly Hills er eitthvað sem allar augabrúnaguggur þurfa að eiga. Blýantar til að móta og svo gel
til að brúnirnar verði óhaggandi sama hvað lífið býður upp á.
Clarins Waterproof Eye Pencil
Ef það er eitthvað sem gerði allt vitlaust á árinu þá voru það vatnsheldir augnblýantar
og þá koma blýantarnir frá Clarins eins og kallaðir. Dökkbrúnn blýantur var fullkominn inn í vatnslínu til að framkalla tælandi augnaráð.
Essie Gel Couture Top Coat
Það hefur sjaldan verið eins mikil gervinaglatíska og árið 2024. Þetta efni er sett yfir naglalakkið og gefur meiri glans og styrkir neglurnar. Áferðin verður svolítið eins og fólk hafi farið í handsnyrtingu hjá sérfræðingum á því sviði.
Erborian Centella Cleansing Gel
Hér er á ferð mild andlitssápa sem inniheldur róandi tígrisgrasseyði frá Kóreu. Það þarf að nudda sápunni vel inn í húðina og þrífa hana kvölds og morgna í tvær mínútur í senn. Best er að stilla klukkuna til að gera allt rétt og skola svo vel af með vatni. Það er alger óþarfi
að nota bómull eða þvottapoka fyrir húðhreinsun með þessari eðalsápu.
ChitoCare Beauty Anti-Aging Day Cream
Þetta krem er auðugt af náttúrulegum og mýkjandi andoxunarefnum. Það er búið til úr kítósan sem yngir húðina og mýkir hana upp. Þetta íslenska dagkrem dregur úr fínum línum og gerir húðina stinnari.
Bioeffect EGF Power Eye Cream
Þetta augnkrem kom eins og þeytispjald inn á snyrtivörumarkaðinn á árinu. Það er sérstaklega þróað til að minnka ásýnd fínna lína, bauga, þrota og þurrks á augnsvæðinu. Þeir fjölmörgu sem byrjuðu að nota kremið á árinu urðu hrifnir.
Dr. Dennis Gross Skincare Vitamin C Lactic 15% Vitamin C Firm & Bright Serum
Á árinu snerist allt um C-vítamín og að næra húðina með því. Þegar kemur að C-vítamíni er Dr. Dennis Gross ákveðinn kóngur. Þetta C-vítamínserum jafnar hrukkur og dregur úr mislit á
húðinni. Það hentar flestum húðtegundum og er áhrifaríkt ef það er notað daglega.
Blue Lagoon Skincare Mineral Mask
Þessi maski getur frískað upp á húðina svo um munar en hann er búinn til úr saltríku vatni Bláa lónsins sem býr yfir lækningamætti. Ef þig vantar að fríska andlitið upp er ekkert sem segir að þú megir ekki sofa með andlitsmaskann. Þessi maski er líka mjög góður ferðafélagi enda fátt betra en að drekkja húðinni í raka í flugferðum.