Halla klæddist peysufötum Guggu langömmu

Halla Tómasdóttir forseti Íslands klæddist glansandi 20. aldar peysufötum í …
Halla Tómasdóttir forseti Íslands klæddist glansandi 20. aldar peysufötum í áramótaávarpi sínu hjá Sjónvarpinu. Samsett mynd

Halla Tómasdóttir forseti Íslands var glæsileg þegar hún flutti nýársávarp sitt. Hún klæddist 20. aldar peysufötum þegar hún flutti ávarpið. Nú hefur Halla upplýst að hún hafi verið í fötum af langömmu sinni. 

„Peysufötin sem ég klæddist í ávarpinu og við orðuveitingu á nýársdag hafa líka vakið athygli. Það er gaman að segja frá því að þau átti langamma mín Guðbjörg (Gugga) Magnúsdóttir. Þjóðbúningasilfrið, nælu og stokkabelti með eikarmunstri, fékk ég að láni frá Þjóðdansafélaginu og Oddný Kristjánsdóttir, klæðskeri hjá Þjóðbúningastofu, aðstoðaði mig við samsetninguna. Ég kann þeim bestu þakkir fyrir.

Gugga langamma var Strandakona en giftist Pétri langafa mínum frá Bolungarvík og hóf með honum búskap þar. Seinna fluttust þau til Ísafjarðar. Hún gekk afa mínum, Sigurði Péturssyni, í móðurstað, en fyrir átti hún eina dóttur sem hét Halla og ég er skírð í höfuðið á henni skömmu eftir að hún lést fyrir aldur fram. Mér þykir einstaklega vænt um að langamma hafi arfleitt mig af fallegu peysufötunum sínum sem ég lét lagfæra og klæddist stolt á Bessastöðum við þetta hátíðlega tilefni,“ segir Halla í færslu á Instagram-síðu sinni. 

Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Glódís Perla Viggósdóttir á Bessastöðum …
Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Glódís Perla Viggósdóttir á Bessastöðum á nýársdag. Ljósmynd/Eyþór Árnason
Venju samkvæmt á nýársdag afhenti forseti Íslands hópi fólks riddarakross …
Venju samkvæmt á nýársdag afhenti forseti Íslands hópi fólks riddarakross hinnar íslensku fálka orðu. mbl.is/Eyþór Árnason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda