57 ára og aldrei litið betur út

Ljósmynd/AFP

Leikkonan Nicole Kidman geislaði aldeilis á rauða dreglinum á Golden Globes-verðlaunahátíðinni. Útlit Kidman var langt frá því að vera látlaust heldur mjög dramatískt.

Kidman klæddist silfurlituðum kjól frá franska tískuhúsinu Balenciaga. Kjóllinn náði yfir aðra öxlina, var opinn í bakið og með hárri klauf. Dramatíkinni lauk ekki þar heldur var hárið tekið upp og umfangið gert meira með hárlengingum. Skartið passaði vel við heildarútlitið en hún bar látlaust úr og svarta og silfurlitaða fiðrildaeyrnalokka.

Kidman nálgast sextugsaldurinn en hún er 57 ára gömul og er í þrusuformi. Kidman var tilnefnd fyrir hlutverk sitt í myndinni Babygirl

Ljósmynd/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda