Á nýju ári mætti setja sér það markmið að hugsa vel um húðina. Ofurfyrirsætan Hailey Bieber hefur lengi verið þekkt fyrir fallega húð og hefur haft mikil áhrif á förðunartískuna síðustu ár. Á tímabili þegar mött húð var algengust þá var hún ein af þeim sem kom gljáandi og náttúrulegri húð í tísku.
Bieber stofnaði snyrtivörumerkið Rhode á síðasta ári og leggur áherslu á vörur sem hjálpa húðinni að líta náttúrulega út og halda rakanum. Þetta er útlit sem Bieber hefur ávallt haldið í og hefur hún sagt í viðtölum víða að hún hafi leitast eftir að finna slíkar vörur þrátt fyrir að tískan væri önnur.
Hún hefur notað samfélagsmiðla eins og Instagram til að segja aðdáendum sínum frá því hvernig hún kýs að hugsa um húðina. Til að ná fram útlitinu á hún það til að blanda farða við rakamikil andlitskrem. Það er líka frábært ráð til að nota í janúarkuldanum.
Náðu fram gljáandi húð með vörunum hér fyrir neðan.