Stílisti Demi Moore ljóstrar upp leyndarmálum

Nokkur ráð fyrir hár eins og Demi Moore.
Nokkur ráð fyrir hár eins og Demi Moore. Etienne Laurent/AFP

Hárstílistinn Dimitris Giannetos, stílisti stjarnanna í Hollywood, sá um hárgreiðslu Demi Moore fyrir Golden Globe-verðlaunin sem voru haldin fyrr í mánuðinum. Moore hlaut verðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndinni Substance og hefur fengið mikla athygli síðan.

Giannetos hefur sagt frá því hvernig hann náði fram hárgreiðslunni á umræddu kvöldi. Moore klæddist gylltum kjól úr hátískulínu Armani. „Mig langaði að hafa hárið í gömlum Hollywood-stíl en á sama tíma láta greiðsluna virðast náttúrulega og áreynslulaust,“ sagði Giannetos.

Hárrútína Moore á verðlaunahátíðinni

  1. Þurrkaðu hárið með handklæði og notaðu sprey í rótina til að hárið fái meira umfang. Giannetos mælir með Moroccanoil Root Boost.
  2. Þurrkaðu hárið með hárblásara og hringlaga hárbursta. 
  3. Krullaðu hárið í mismunandi áttir með krullujárni.
  4. Greiddu í gegnum hárið með hárbursta og spreyjaðu hárið með gljáandi og sterku hárspreyi. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda