Þetta eru þorrablótsfötin í ár

Það er eitthvað í boði fyrir alla fyrir þorrablótið.
Það er eitthvað í boði fyrir alla fyrir þorrablótið. Samsett mynd

Eftir hátíðarnar eru flestir komnir með nóg af pallíettum, flaueli og öðru glimmeri og farnir að klæða sig í stílhreinni föt á nýju ári. Það er þó ekki alveg tímabært að setja skreyttu fötin í geymslu því þau nýtast vel á þorrablótunum sem fram undan eru.

Ef slíkt dress vantar er sniðugt að nýta útsölurnar en búðirnar keppast um að koma vetrarfötunum út því varla er hægt að bíða með þau inni á lager til næstu jóla. Ef ekkert spennandi leynist á útsölunum eru líka komin ný föt í búðir sem hægt er að halda áfram að nota.

Kjólar eru oft þægilegur kostur og litir eins og svartur, blár og vínrauður henta vel í þetta tilefni. Ef sá kostur heillar ekki er er einnig flott að para saman pallíettu- eða silkitopp við þröngt pils eða útvíðar buxur. 

Hér eru nokkrar hugmyndir að fatnaði sem er fullkominn fyrir þorrablótið. Það er alltaf gott að hafa klæðnaðinn þægilegan - sérstaklega ef það á að spreyta sig á dansgólfinu.

Pallíettukjóll úr Fou22 sem kostar nú á útsölu 12.450 kr.
Pallíettukjóll úr Fou22 sem kostar nú á útsölu 12.450 kr.
Silkikjóll frá Zadig & Voltaire, fæst í Evu og kostar …
Silkikjóll frá Zadig & Voltaire, fæst í Evu og kostar 121.995 kr.
Kjóll frá Ganni, fæst í GK Reykjavík og kostar 39.995 …
Kjóll frá Ganni, fæst í GK Reykjavík og kostar 39.995 kr.
Pallíettublússa frá Anine Bing, fæst í Mathildu og kostar 84.990 …
Pallíettublússa frá Anine Bing, fæst í Mathildu og kostar 84.990 kr.
Samfella frá Rodebjer, fæst í Andrá og kostar 15.900 kr.
Samfella frá Rodebjer, fæst í Andrá og kostar 15.900 kr.
Pils frá Only, fæst í Vero Moda og kostar 7.990 …
Pils frá Only, fæst í Vero Moda og kostar 7.990 kr.
Vínrauður kjóll úr Zöru, kostar 7.995 kr.
Vínrauður kjóll úr Zöru, kostar 7.995 kr.
Kjóll frá Day Birger et Mikkelsen,fæst í Evu og kostar …
Kjóll frá Day Birger et Mikkelsen,fæst í Evu og kostar á útsölu 20.998 kr. Áður 41.995 kr.
Vesti frá Day Birger et Mikkelsen, fæst í Evu og …
Vesti frá Day Birger et Mikkelsen, fæst í Evu og kostar 32.995 kr.
Vínrauður síður kjóll frá Rodebjer, fæst í Andrá og kostar …
Vínrauður síður kjóll frá Rodebjer, fæst í Andrá og kostar 39.900 kr.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda