Melania Trump klæddist amerískri hönnun

Fatnaður Melaniu var stílhreinn, saumaður og hannaður í Bandaríkjunum af …
Fatnaður Melaniu var stílhreinn, saumaður og hannaður í Bandaríkjunum af bandarískum fatahönnuði. AFP/SCOTT OLSON

Donald Trump sver embættiseið sem 47. forseti Bandaríkjanna í dag. Athöfnin fer fram í þinghúsinu og er gríðarlegur kuldi í borginni. Venjan er að athöfnin fari fram utanhúss en vegna kuldans hefur verið gerð breyting á. 

Við hlið hans er eiginkona hans og verðandi forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump. Hún valdi sér stílhreinan fatnað við tilefnið í morgun frá ameríska fatahönnuðinum Adam Lippes. Trump klæddist silki- og ullarkápu og pilsi með beinhvítri blússu. Hatturinn er frá ameríska hattahönnuðinum Eric Javits.

„Fatnaður Trump var búinn til af færasta handverkafólki í Ameríku. Ég er stoltur af því að geta sýnt heiminum afraksturinn,“ segir Lippes í tilkynningu. 

Frá Evrópu yfir til Ameríku

Trump hefur átt uppáhaldshönnuði og tískuhús í gegnum tíðina og hefur klæðst fatnaði frá Dolce & Gabbana, Alexander McQueen og Christian Dior. Síðustu mánuði hefur hún fært sig meira yfir í ameríska fatahönnuði eins og Ralph Lauren og nú Adam Lippes.

Fötin frá Adam Lippes voru sérsaumuð á Melaniu en svipuð kápa frá merkinu kostar á gengi dagsins í dag í kringum 750 þúsund krónur. Svart ullarpils frá tískuhúsinu kostar í kringum 240 þúsund krónur.

Melania valdi hatt í stíl við fötin.
Melania valdi hatt í stíl við fötin. Afp/SCOTT OLSON
Donald Trump sver embættiseið sem 47. forseti Bandaríkjanna í dag.
Donald Trump sver embættiseið sem 47. forseti Bandaríkjanna í dag. AFP/SCOTT OLSON
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda