Þorrinn hefst á bóndadegi þann 24. janúar og er til siðs að gleðja karlpeninginn með varningi eða upplifun sem segir sex á þessum góða degi. Það eru alltaf einhverjir herrar sem myndu alls ekki fúlsa við því að fá þorramat í rúmið og er vel hægt að töfra slíkt fram með örlitlum undirbúningi.
Að færa sínum bónda nýja flík, ilm, hárvörur eða bók hittir alltaf í mark. Eitt af því sem er skilar samt alltaf mestu er að gefa bóndanum tíma þar sem hann fær óskipta athygli. Tíminn sem þú gefur makanum gæti verið fyrirfram ákveðinn og merktur inn á dagatal. Nú svo er alltaf vinsælt að föndra klippikort þar sem ýmsir góðir valkostir eru í boði.
Svo mætti bjóða bóndanum í óvissudag eða á óvænt þorrablót en um helgina eru nokkur þorrablót haldin víðsvegar um landið.
Hér eru nokkrar skoteldar hugmyndir fyrir þá sem vilja skora hátt þennan dag!
Bleu De Chanel ilmurinn býr yfir einstökum töfrum og fer flestum bændum vel.
Yfirskyrta frá Nudie Jeans, fæst í Galleri Sautján og kostar 36.995 kr.
Men Barber Shave+Oil frá Clarins.
Shave and Beard Oil er meðferð sem er 2-í-1 húðvara og býr yfir léttri olíuáferð. Það auðveldar ofurþægilegan nærrakstur. Kostar 7.499 kr.
Fierce ilmurinn frá Abercrombie & Fitch sló í gegn fyrir karlmenn 2024. Fierce býr yfir blöndu af sjávartónum, sandelviði og
munúðarfullum moskusilmi. Frá 7.799 kr.
Bjórglös frá Mikkeler, tvö í pakka. Fást hjá Líf og list og kosta 5.950 kr.
Men Super Moisture Balm frá Clarins er sérlega rakagefandi, ósýnilegt og ekki olíukennt. Super Moisture Balm
var prófað undir öfgafullum veðurskilyrðum á meðan The Pole Expedition stóð yfir. Kostar 8.499 kr.
Fyrir þær sem vilja slá rækilega í gegn geta gefið Afslöppun á Hótel Búðum á Snæfellsnesi. Upplifun sem gleymist seint.
Armband frá Mariu Black, fæst í Húrra Reykjavík og kostar 11.990 kr.
Stanley ferðamál, fæst hjá Dimm og kostar 6.990 kr.
Krúttleg lyklakippa frá Design Letters, fæst hjá Epal og kostar 3.950 kr.
Gjafabréf í Kokteilaskólann fyrir þá sem langar að læra hvernig á að búa til æðislega kokteila.
Metsölubókin Horfin athygli eftir Johann Hari er frábær bóndadagsgjöf.
Gæðamikill sloppur frá Giorgio Armani, fæst í Herragarðinum og kostar 24.980 kr.
Leðurhanskar frá Feldi, fást í Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar og kosta 8.250 kr.
Gordon Barber Trimmer 535 er með öflugan og hljóðlátan segulmótor. Þessi sérstaki eiginleiki ásamt góðri samvinnu á milli mótors og hreyfingar blaðsins gerir honum kleift að ná yfir 11.000 snúningum á mínútu. Skurðarstillingin er af míkrómetrískri gerð sem gerir blaðinu kleift að hreyfast ekki við notkun þess. Demantsblaðið helst skarpara mun lengur en hefðbundið blað. Fæst á Beautybar í Kringlunni og kostar 23.896 kr.