Málaðu þig eins og Hollywood-stjarna fyrir þorrablótið

Ertu meira fyrir bleika eða brúna liti?
Ertu meira fyrir bleika eða brúna liti? Samsett mynd

Náttúrulegir litir, mikið glimmer, þykkur augnblýantur eða ljósbleikur augnskuggi? Þegar stórt er spurt. Þorrablótin eru fram undan og í mörg horn að líta. Þegar fötin eru komin er kjörið að fara að huga að förðuninni.

Náttúruleg förðun er algengust og henni má ná fram með annaðhvort brúnum eða bleikum litatónum eins og hér fyrir neðan.

Brúnt og náttúrulegt útlit

Zendaya er með hið fullkomna „sólkyssta“ útlit. Brúnir augnskuggar, sólarpúður og varalitur í svipuðum litatón er alltaf klassískt og passar við mismunandi liti af fötum. Þetta er útlit sem flestar ættu að geta leikið eftir. Ef þú ert að leitast eftir að gera augun dramatískari þá má setja aðeins dekkri augnskugga. Passaðu að hafa augabrúnirnar náttúrulegar.

Brúnir litir klæða leikkonuna vel.
Brúnir litir klæða leikkonuna vel. Ljósmynd/Afp
Augnskuggapalletta frá Gosh, kostar 2.999 kr.
Augnskuggapalletta frá Gosh, kostar 2.999 kr.
Bye Bye Pores sólarpúður frá It Cosmetics, kostar 6.399 kr.
Bye Bye Pores sólarpúður frá It Cosmetics, kostar 6.399 kr.
Lancomé Hypnose maskari,
Lancomé Hypnose maskari,
Shiseido Vital Perfection Advanced Cream, 22.499 kr.
Shiseido Vital Perfection Advanced Cream, 22.499 kr.

Ljósbleikt

Leikkonan Anya Taylor-Joy var förðuð á náttúrulegan hátt með ljósbleikum kinnalit og augnskugga á Golden Globe-verðlaunahátíðinni. Mikil áhersla var lögð á fallega húðina hennar og varirnar hennar voru hafðar í náttúrulegum bleikum lit. 

Anya Taylor-Joy með fölbleika og fallega förðun.
Anya Taylor-Joy með fölbleika og fallega förðun. Ljósmynd/Afp
Powder Kiss augnskuggi frá MAC í litnum Felt Cute, 4.990 …
Powder Kiss augnskuggi frá MAC í litnum Felt Cute, 4.990 kr.
Rouge Pur Couture The Bold Lipstick frá Yves Saint Laurent …
Rouge Pur Couture The Bold Lipstick frá Yves Saint Laurent í litnum 17, 7.499 kr.
Giorgio Armani Luminous Silk farði.
Giorgio Armani Luminous Silk farði.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda