Björk óþekkjanleg skreytt 97 þúsund kristöllum

Björk var skreytt 97 þúsund Svarowski-kristöllum í viðtali við Zane Lowe fyrir Apple Music. Þetta er fyrsta sjónvarpsviðtal Bjarkar í tíu ár. Í viðtalinu talar Björk um tónlistina, umhverfið og kvikmyndina- og sýninguna Cornucopia sem Apple sýnir síðar í dag.

Klæðnaður Bjarkar vakti mikla athygli í viðtalinu en hún klæddist kjól og slæðu sem náði yfir höfuð og andlit. Fötin voru skreytt 97 þúsund marglitum Swarovski-kristöllum frá fatahönnuðinum Robert Wun. Það tók yfir 1.430 klukkustundir að bródera steinana í fötin og allt var gert í höndum.

Robert Wun er fæddur í Hong Kong en lærði fatahönnun við London College of Fashion. Hann stofnaði fatamerkið sitt árið 2014 og hefur unnið með stórstjörnum á borð við Beyoncé, Celine Dion, Lady Gaga, Adele og nú Björk.

Gríma Bjarkar var hönnuð af James Merry en hann er maðurinn á bakvið grímurnar hennar undanfarin ár. Edda Guðmundsdóttir, stílisti, sem hefur einnig unnið með tónlistarkonunni lengi sá um stíliseringuna.

View this post on Instagram

A post shared by Björk (@bjork)

View this post on Instagram

A post shared by ROBERT WUN• (@robertwun)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda