Það er ein flík sem hefur verið áberandi í íþrótta- og útivistarverslunum undanfarin ár en hefur nú komið sér fyrir á tískupöllum helstu tískuhúsa heims. Það er útivistarjakkinn góði; praktíska flíkin sem andar vel og nýtist við ýmis tækifæri og í ýmsum veðrum.
En það þýðir ekki að það eigi einungis að nota jakkann við önnur íþróttaföt. Aldeilis ekki því hann hefur verið stíliseraður við sumarlega kjóla, gallabuxur og pils.
Tískuhús eins og Prada, Zimmermann og Brandon Maxwell voru með flottar útgáfur. Jakkinn frá Prada náði niður fyrir rass og kom í litum eins og skærgulum og appelsínugulum. Jakkinn frá Zimmermann var einnig síður og var eins og ljós anorakkur. Brátt mun jakkinn svo spretta upp hjá ódýrari merkjum eins og Zöru og H&M.
Loksins tíska sem hentar hér á landi!