Segja upp 70 vegna erfiðs rekstrarumhverfis

Chanel er talið eitt stærsta lúxusmerki í heimi.
Chanel er talið eitt stærsta lúxusmerki í heimi. Ljósmynd/Chanel

Sjötíu manns hefur verið sagt upp hjá franska hátísku- og snyrtivöruhúsinu Chanel í Bandaríkjunum vegna erfiðs rekstrarumhverfis. Fyrirtækið hefur tekið nokkur skref í áttina til að minnka útgjöld og takast á við áskoranir í rekstrinum.

Chanel hefur ávallt verið talið eitt stærsta lúxusmerki í heimi þar sem það sinnir stórríkum viðskiptavinum sem geta eytt meira en einni milljón króna í leðurtösku. Eftir heimsfaraldurinn hefur þó verið minni eftirspurn í slíka lúxusvöru.

Norður- og Suður-Ameríka er þó enn einn stærsti markaður fyrirtækisins og átti 20% hlut af allri sölu á árinu 2023. Evrópa átti 28% hlut og Asía 52%.

Nýr listrænn stjórnandi

Matt­hieu Blazy var ráðinn list­rænn stjórn­andi franska tísku­húss­ins Chanel í desember á síðasta ári. Hann mun bera ábyrgð á öll­um Haute Cout­ure-lín­um tísku­húss­ins sem inni­halda fatnað, fylgi­hluti og allt það helsta. Blazy mun hafa aðset­ur í Par­ís og mun heyra und­ir Bruno Pavlov­sky æðsta yf­ir­mann Chanel. Hann hef­ur störf í apríl 2025.

BOF

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda