Athafnamaðurinn Ásgeir Kolbeinsson fagnaði 50 ára afmæli sínu á Tenerife 11. janúar. Afmælisveislan fór fram í glæsilegu húsi sem hann leigði fyrir boðið. Hann var vel til fara í veislunni og klæddist sérsaumuðum fötum frá Kölska.
Fötin fékk hann í afmælisgjöf frá vini sínum Hjörleifi Davíðssyni eiganda Kölska. Í pakkanum voru buxur og jakki og þrjár skyrtur. Allt var þetta saumað eftir máli og smellpassaði.
Bleik skyrta frá Kölska varð fyrir valinu við ljósu jakkafatabuxurnar sem eru með föllum að framan og klæðilegar enda sérsaumaðar.
Við fötin var Ásgeir í Birkenstock-inniskóm enda sól og 25 stiga hiti á Tenerife þennan fallega janúardag.