Það var lítið hugsað út í mínímalískan fatnað á rauða dreglinum á Grammy-verðlaunahátíðinni sem haldin var í gærkvöldi enda engin ástæða til. Kjólarnir voru margir hverjir íburðamiklir og skrautlegir. Ljósblár og fjaðraskreyttur satínkjóll Sabrinu Carpenter vakti mikla athygli og það sama átti við stutta rauða kjól Taylor Swift.
Miley Cyrus valdi franska tískuhúsið Saint Laurent og klæddist glæsilegum svörtum leðurkjól frá merkinu. Söngkonan Billie Eilish ákvað að klæðast svartri dragt frá Prada og Julia Fox var með gula uppþvottahanska. Lady Gaga fór alla leið í gotneska fatastílinn en kántrísöngkonan Lainey Wilson klæddi sig í kvenlega svarta dragt og var með alvöru kúrekahatt.
Það var því mikil fjölbreytni í fatavali þetta árið.
Taylor Swift.
Frazer Harrison/Afp
Charli XCX í Jean Paul Gaultier couture by Ludovic de Saint Sernin.
Frazer Harrison/Afp
Sabrina Carpenter í sérsaumuðum kjól frá JW Anderson sem var hannaður af Jonathan Anderson.
Frazer Harrison/Afp
Billie Eilish í Prada.
Frazer Harrison/Afp
Chappell Roan.
Frazer Harrison/Afp
Lady Gaga.
Frazer Harrison/Afp
Gracie Abrams í Chanel.
Frazer Harrison/Afp
Cynthia Erivo.
Frazer Harrison/Afp
Cardi B.
Frazer Harrison/Afp
Miley Cyrus í Saint Laurent.
Frazer Harrison/Afp
Alicia Keys.
Frazer Harrison/Afp
Troye Sivan í Prada.
Frazer Harrison/Afp
Janelle Monáe.
Frazer Harrison/Afp
Willow Smith í Dior.
Frazer Harrison/Afp
Julia Fox.
Frazer Harrison/Afp
Chrissy Teigen.
Frazer Harrison/Afp
John Legend.
Frazer Harrison/Afp
Lainey Wilson.
Frazer Harrison/Afp
Tori Kelly.
Frazer Harrison/Afp