Halla Tómasdóttir forseti Íslands klæddist vetrarhvítum lit við þingsetninguna í dag. Hún klæddist hvítum rúllukragabol, beinhvítum jakka og prjónuðu sjali yfir. Buxurnar og skórnir voru í svörtum lit.
Þingsetningin hófst með þingsetningarathöfn Siðmenntar en hefðbundin þingsetningarathöfn hófst 13.30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Þaðan héldu þingmenn yfir í Alþingishúsið.
Vetrarhvítur litur er aðeins hlýrri en alveg hvítur litur og er vinsæll í yfirhöfnum, peysum og sjölum yfir vetrartímann. Hann er björt tilbreyting frá svarta litnum og fer forseta Íslands vel. Prjónaða sjalið sem Halla klæðist er frá íslenska prjónamerkinu As We Grow. Merkið er þekkt fyrir endingargóðar flíkur sem geta borist kynslóða á milli ef vel er farið með fötin.
Sjalið er í kremlituðu og kostar 39.900 kr. Það er úr 100% alpaka-ull sem er hlýtt og praktískt náttúruefni.
Jakkinn sem Halla klæðist er meðal hennar uppáhaldssniðum. Jakkinn er úr ofnu tweed-efni, með hvítum tölum og litlum kraga. Jakkinn er í mittissídd og er sniðið á honum dömulegt. Hvíti rúllukragabolurinn gerir heildarútlitið nútímalegt.