Kjóll Kristrúnar er löngu uppseldur

Kjóllinn er augljóslega í miklu uppáhaldi hjá forsetisráðherranum.
Kjóllinn er augljóslega í miklu uppáhaldi hjá forsetisráðherranum. Samsett mynd

Kristrún Frostadóttir forsetisráðherra klæddist praktískum og klæðilegum kjól við þingsetninguna í dag. Kjóllinn er frá danska fatamerkinu Samsøe Samsøe sem hefur verið mjög vinsælt hér á landi. 

Þing­setn­ing­in hófst með þing­setn­ing­ar­at­höfn Siðmennt­ar en hefðbund­in þing­setn­ing­ar­at­höfn hófst 13.30 með guðsþjón­ustu í Dóm­kirkj­unni. Þaðan héldu þing­menn yfir í Alþing­is­húsið.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hún klæðist kjólnum heldur notaði hún hann á blaðamannafundi nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins þar sem stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar var kynntur í desember á síðasta ári.

Kjóllinn er augljóslega í uppáhaldi enda þægileg flík sem auðvelt er að grípa í. Kjóllinn nær að ökkla og er langerma í ólífugrænum lit. Yfir kjólinn klæddist hún ljósri og síðri kápu.

Kristrún klæddist ljósri kápu yfir kjólinn og svörtum stígvélum.
Kristrún klæddist ljósri kápu yfir kjólinn og svörtum stígvélum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Frá guðsþjónustu í Dómkirkjunni.
Frá guðsþjónustu í Dómkirkjunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

82% nælon á móti 18% teygju

Kjóllinn er úr 82% polyamide, sem er einnig þekkt sem nælon, á móti 18% af teygju. Þetta gerir það að verkum að kjóllinn verður einstaklega þægilegur. Kjóllinn fékkst í GK Reykjavík en er uppseldur.

Þetta er þó klassískt snið frá merkinu og áætla má að svipaður kjóll komi aftur í verslanir en líklegast í öðrum litum.

Á vefsíðu Samsøe Samsøe kostar kjóllinn 24 þúsund krónur á fullu verði. Hann er hins vegar á útsölu núna og fæst á rúmlega 14 þúsund krónur.

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra við þingsetninguna.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra við þingsetninguna. mbl.is/Karítas
Kristrún klæddist sama kjól í desember á síðasta ári.
Kristrún klæddist sama kjól í desember á síðasta ári. mbl.is/Eyþór
Kjóllinn er frá danska merkinu Samsøe Samsøe.
Kjóllinn er frá danska merkinu Samsøe Samsøe.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda