Tískuráð sem gefa meiri elegans

Jane Fonda er glæsileg og er 87 ára gömul.
Jane Fonda er glæsileg og er 87 ára gömul. AFP

Fatastíllinn getur breyst með aldrinum og áherslurnar orðnar aðrar. Áhuginn á tísku eða útliti dvínar þó ekki og verður jafn vel enn meiri. En þó eru nokkur góð ráð sem er gott að hafa í huga.  

Forðastu tískustrauma

Tískubylgjur eru auðvitað fyrir alla en með aldrinum lærir fólk betur á það sem klæðir það. Litirnir, efnin og sniðin eru valin með notkunargildið og þægindin í huga. Það er best að einbeita sér að klassísku sniði, dragtarjökkum og buxum til dæmis og fríska upp á heildarútlitið með litríkri silkiskyrtu undir.

Veldu áferð fram yfir mynstur

Þegar bæta á við nýrri flík í fataskápinn getur verið áhrifaríkara að velja flík með skemmtilegri áferð í stað áberandi mynsturs. Þessu fylgir meiri elegans og auðvelt er að klæða þessar flíkur inn í hversdaginn eða þegar fínu tilefnin eiga við.

Prjónaflíkur í gæðaull

Kasmír- eða merínóullin er gæðamikil og það sést vel á fötunum. Það þarf ekki að sitja uppi með fullan fataskáp af prjónapeysum heldur er skynsamlegra að vera með færri og gæðameiri.

Silki og satín

Það lærist með tímanum að gæðaefni skipta miklu máli. Silkiskyrtu úr satínefni má nota við hversdagslegar buxur og gengur hún einnig vel upp við pils.

Veldu stílhreina tösku

Stílhrein og klassísk taska getur gengið við allt og við öll tilefni líka. Taskan skiptir máli fyrir heildarútlitið og þó taskan sé stílhrein þá þýðir það ekki að hún sé óspennandi. Mínimalísk taska í svörtu, dökkbrúnu eða ljósbrúnu ætti að eiga heima í fataskáp allra. Rétta taskan passar jafn vel við gallabuxur og svartan kjól.

Silkiskyrta frá Stenstroms, fæst hjá Hrafnhildi og kostar 59.980 kr.
Silkiskyrta frá Stenstroms, fæst hjá Hrafnhildi og kostar 59.980 kr.
Satínbuxur frá Day Birger Et Mikkelsen fást í Company's og …
Satínbuxur frá Day Birger Et Mikkelsen fást í Company's og kosta 45.995 kr.
Svört taska frá Marni kostar 199.990 kr. og fæst hjá …
Svört taska frá Marni kostar 199.990 kr. og fæst hjá Mathildu.
Jakki frá Soaked In Luxury, fæst í Karakter og kostar …
Jakki frá Soaked In Luxury, fæst í Karakter og kostar 18.995 kr.
Frá Rodebjer, fæst í Andrá og kostar 39.900 kr.
Frá Rodebjer, fæst í Andrá og kostar 39.900 kr.
Silkiklútur frá Hildi Yeoman, fæst hjá Yeoman og kostar 25.900 …
Silkiklútur frá Hildi Yeoman, fæst hjá Yeoman og kostar 25.900 kr.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda