Ivanka Trump, dóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, mætti í hvítri vestis dragt á Ofurskálinni 2025 sem fram fór í nótt.
Með henni í för var Theodore átta ára gamall sonur hennar. Þar var líka faðir hennar, Donald Trum, Eric Trump bróðir hennar og eiginkona hans, Lara Trump.
Hún klæddist stílhreinni hvítri ermalausri vestis dragt frá merkingu Akris sem hún paraði með stóru brúnu belti, veski og gullskarti. Á vestinu er að finna stóra og myndarlega vasa sem gáfu vestinu meiri karakter.
Fatamerkið Akris, sem Trump klæddist á leiknum, er svissneskt og hefur sérhæft sig í kvenfatnaði. Það var stofnað 1922 af Alice Kriemler-Schoc og er í eigu Kriemler fjölskyldunnar.
Trump hefur ekki sagt frá því opinberlega með hvaða liði hún hélt á leiknum en sérfræðingar á tískusviðinu voru vissir um að hún héldi með Kansas City Cheifs því liðið klæddist hvítu eins og hún.
Söngkonan Taylor Swift og Brittany Moahomes, einn af eigendum liðsins, klæddust líka hvítu til að sýna stuðning í lit. Eiginmenn þeirra beggja spila með liðinu. Meðal annarra þekktra gesta á leiknum voru fyrrverandi forsetafrú Jill Biden, Pete Davidson, Bradley Cooper, Kevin Costner og Jay-Z.
Donald Trump flækti ekki málin og klæddist sínu hefðbundna rauða bindi eftir að hafa spáð Cheifs sigri í viðtali fyrir leikinn.
Fjölmiðlar greindu frá því fyrr í vikunni að forseti Bandaríkjanna myndi mæta á leikinn og með því stimplaði hann sig inn sem fyrsti forsetinn til að mæta á Ofurskálina. Forverar hans hafa ekki látið sjá sig.