Sportið verður aðaltískubylgja vorsins

Sportið hefur verið tekið út úr íþróttasalnum.
Sportið hefur verið tekið út úr íþróttasalnum. Samsett mynd

Íþróttaviðburðir og nokk­ur ár af heims­far­aldri þar sem flest­ir fóru ekki úr jogg­inggall­an­um hafa haft mik­il áhrif á tísku­heim­inn og ljóst er að fólk fær ekki nóg. Íþrótta­föt voru gríðarlega áber­andi í sum­ar­lín­um helstu tísku­húsa heims fyr­ir árið 2025. Hins veg­ar hef­ur bylgj­unni verið lyft upp á hærra plan með nýj­um hug­mynd­um við notk­un íþróttafatnaðar. Marg­ar þeirra er auðvelt að leika eft­ir án þess að þurfa að eyða miklu. Það sem stend­ur upp úr er að föt­in eru kom­in langt frá íþrótta­saln­um.

Það mátti sjá sport­lega jakka frá tísku­hús­um eins og Ralph Lauren, Miu Miu, The Attico og 032c. Jakk­arn­ir voru hins veg­ar ekki stíliseraðir með öðrum íþrótta­föt­um held­ur við pils og kjóla, sem gaf fersk­an blæ. Það er gam­an að sjá að þessa jakka er hægt að nota á marga vegu enda praktísk­ir og þægi­leg­ir.

U-háls­mál við allt

Hvít­ir hlýra­bol­ir með svo­kölluðu U-háls­máli eiga nán­ast heima í öll­um fata­skáp­um og nú í sum­ar skal draga þá fram. Hjá Stellu McCart­ney var hlýra­bol­ur­inn notaður við svart­ar leður­bux­ur en gyllt pallí­ettupils hjá Ralph Lauren, svo að mögu­leik­arn­ir eru enda­laus­ir. Hlýra­bol­irn­ir sáust í mörg­um út­færsl­um og í stað þess að vera flík­in sem lítið ber á var bol­ur­inn oft í aðal­hlut­verki. Það má bú­ast við að það verði marg­ar út­gáf­ur til í versl­un­um inn­an skamms, prjónaðir eða hvít­ir bóm­ull­ar­bol­ir eins og flest­ir þekkja.

Nú þegar farið er að birta úti er tími til kom­inn að hleypa bjart­ari föt­um í skáp­inn líka.

Ralph Lauren.
Ralph Lauren. Ljós­mynd/​Ralph Lauren
The Attico.
The Attico. Ljós­mynd/​The Attico
Miu Miu.
Miu Miu. Ljós­mynd/​Miu Miu
Simone Rocha.
Simo­ne Rocha. Ljós­mynd/​Simo­ne Rocha
Off White.
Off White. Ljós­mynd/​Off White
Tory Burch.
Tory Burch. Ljós­mynd/​Tory Burch
Ralph Lauren.
Ralph Lauren. Ljós­mynd/​Ralph Lauren
Miu Miu.
Miu Miu. Ljós­mynd/​Miu Miu
Christian Dior.
Christian Dior. Ljós­mynd/​Christian Dior
032c.
032c. Ljós­mynd/​032c
Paco Rabanne.
Paco Rabanne. Ljós­mynd/​Paco Rabanne
Stella McCartney.
Stella McCart­ney. Ljós­mynd/​Stella McCart­ney
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda