Elín Hall geislaði í Chanel

Elín Hall geislaði á rauða dreglinum.
Elín Hall geislaði á rauða dreglinum. Ljósmynd/Aðsend

Íslenska leik­kon­an Elín Hall var stór­glæsi­leg á rauða dregl­in­um á Alþjóðlegu kvik­mynda­hátíðinni í Berlín (Berl­inale) á mánu­dag. 

Um miðjan des­em­ber var greint frá því að Elín hefði verið val­in í Shoot­ing Stars-hóp­inn, en á hverju ári velja sam­tök­in Europe­an Film Promoti­on (EFP) tíu efni­lega leik­ara og leik­kon­ur úr hópi aðild­ar­sam­tak­anna, sem hafa vakið sér­staka at­hygli í heimalandi sínu og á alþjóðavett­vangi.

Hóp­ur­inn var kynnt­ur við hátíðlega at­höfn á mánu­dags­kvöldið. Þýska leik­kon­an Thelma Bua­beng kynnti leik­ar­ana fyr­ir gest­um hátíðar­inn­ar.

Meðal annarra í Shoot­ing Stars-hópn­um eru þau Mar­ina Mak­ris frá Kýp­ur, Bes­ir Zeciri frá Dan­mörku, Ma­ar­ja Johanna Mägi frá Eistlandi og Devrim Lingnau frá Þýskalandi.

Shooting Stars-hópurinn.
Shoot­ing Stars-hóp­ur­inn. AFP

Elín vakti mikla at­hygli í glæsi­leg­um, hvít­um kjól frá franska tísku­hús­inu Chanel. Leik­kon­an var einnig í skóm og með tösku og skart­gripi frá tísku­hús­inu.

Elín hef­ur vakið mikla at­hygli á síðustu miss­er­um, nú síðast í þáttaröðinni Vig­dísi og kvik­mynd­inni Ljós­broti, í leik­stjórn Rún­ars Rún­ars­son­ar, sem var opn­un­ar­mynd Un Certain Regard á kvik­mynda­hátíðinni í Cann­es 2024. Elín klædd­ist einnig glæsi­legri hönn­un frá Chanel í Cann­es. 

Elín Hall með Shooting Stars-verðlaunagripinn.
Elín Hall með Shoot­ing Stars-verðlauna­grip­inn. AFP
Elín Hall var glæsileg á sviðinu.
Elín Hall var glæsi­leg á sviðinu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda