Liturinn sem mun taka yfir fataskápinn þinn

Timothée Chalamet, Totéme, Givenchy og Chloé.
Timothée Chalamet, Totéme, Givenchy og Chloé. Samsett mynd

Það var á Óskar­sverðlauna­hátíðinni fyrr á þessu ári sem stór­leik­ar­inn Timot­hée Chala­met mætti á rauða dreg­il­inn klædd­ur smjörgul­um leðurfatnaði frá toppi til táar. Þar með staðfesti hann einn heit­asta lit árs­ins: smjörgul­an. Föt­in voru sérsaumuð á Chala­met hjá franska tísku­hús­inu Gi­venc­hy. Nýr list­rænn stjórn­andi Gi­venc­hy er hin enska Sarah Burt­on sem hóf störf í sept­em­ber á síðasta ári. 

Nú á tísku­vik­unni í Par­ís sýndi hún fyrstu lín­una sína sem er fyr­ir haustið 2025. Fyrsta flík­in sem birt­ist sýn­ing­ar­gest­um var hin fal­leg­asta leður­kápa í smjörgul­um lit.

Timothée Chalamet á Óskarsverðlaununum sem fóru fram í upphafi mars …
Timot­hée Chala­met á Óskar­sverðlaun­un­um sem fóru fram í upp­hafi mars á þessu ári. Robyn Beck/​AFP
Úr haust- og vetrarlínu Givenchy fyrir árið 2025.
Úr haust- og vetr­ar­línu Gi­venc­hy fyr­ir árið 2025. Ljós­mynd/​Gi­venc­hy

Í vor, sum­ar og fram á haust

Síðasta sum­ar varð lit­ur­inn orðinn áber­andi og spáðu helstu tísku­fjöl­miðlar heims því að hann tæki við af kam­el­brúna litn­um. Sú spá hef­ur ræst. 

Þetta er lit­ur sem marg­ir hafa ef­laust tengt við pásk­ana. Nú er þetta hins veg­ar orðinn einn mest áber­andi lit­ur­inn í tísku­heim­in­um og tími til að af­tengja hann frá páskaung­an­um. Þessi lit­ur verður út um allt í vor, sum­ar og áfram inn í haustið.

Í vor- og sum­ar­lín­um tísku­hús­anna Gi­venc­hy, Chanel, Chloé, Totéme og Stellu McCart­ney var gull­fal­leg­ur fatnaður í litn­um send­ur niður tískupall­ana.

Þetta er ekki gul­ur, sem marg­ir hræðast, held­ur mjög dauf­ur tónn af hon­um. Smjörgul­ur pass­ar vel við svart og aðra gula tóna. Þeir sem ótt­ast lit­inn geta tónað hann niður og fjár­fest í flík­um sem eru aðeins meira út í kremlitaðan.

Fatnaður í þess­um dá­sam­lega lit er far­inn að streyma inn í versl­an­ir. Vertu vak­andi á næst­unni.

Úr hátískulínu Chanel fyrir árið 2025.
Úr há­tísku­línu Chanel fyr­ir árið 2025. Ju­lien De Rosa/​AFP
Leikkonan Kelly Rutherford í París fyrr á árinu í smjörgulri …
Leik­kon­an Kelly Rut­her­ford í Par­ís fyrr á ár­inu í smjörgulri dragt. Thi­baud Mo­ritz/​AFP
Úr vor- og sumarlínu Totéme fyrir árið 2025.
Úr vor- og sum­ar­línu Totéme fyr­ir árið 2025. Ljós­mynd/​Toteme
Úr vor- og sumarlínu Chloé fyrir árið 2025.
Úr vor- og sum­ar­línu Chloé fyr­ir árið 2025. Ljós­mynd/​Chloé
Síður satínkjóll í smjörgulum lit úr haust- og vetrarlínu breska …
Síður satínkjóll í smjörgul­um lit úr haust- og vetr­ar­línu breska fata­hönnuðar­ins Stellu McCart­ney fyr­ir árið 2025. Alain Jocard/​AFP
Smjörgul taska úr haust- og vetrarlínu Louis Vuitton fyrir árið …
Smjörg­ul taska úr haust- og vetr­ar­línu Lou­is Vuitt­on fyr­ir árið 2025. Bertrand Guay/​AFP
Fyrirsætan og leikstjórinn Margharet Zhang klæðist svörtum satínjakka með smjörgulu …
Fyr­ir­sæt­an og leik­stjór­inn Marg­haret Zhang klæðist svört­um satínjakka með smjörgulu fóðri á tísku­sýn­ingu Chanel á tísku­vik­unni í Par­ís sem var hald­in í upp­hafi mars­mánaðar. Kir­an Ridley/​AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda