Dragt Heiðu Bjargar er í vinsælasta litnum núna

Dragtin er sumarleg og flott!
Dragtin er sumarleg og flott!

Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur klædd­ist gulri mynstraðri dragt þegar hún setti landsþing Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga. Ljósgul­ur er heit­asti lit­ur­inn núna og mun koma til með að vera það áfram fram á sum­ar. 

Jakk­inn og bux­urn­ar eru frá & Ot­her Stories sem er því miður ekki að finna hér á landi. Versl­un­in er sænsk og til­heyr­ir sama fyr­ir­tæki og versl­an­irn­ar H&M, Cos, Monki og Arket.

& Ot­her Stories hef­ur verið gríðarlega vin­sæl frá opn­un. Versl­un­in þykir bjóða upp á góð snið og gæðaefni á góðu verði. Versl­un­in er þó dýr­ari en syst­ur henn­ar, H&M og Monki.

Jakk­inn kost­ar 21.200 krón­ur á gengi dags­ins í dag og bux­urn­ar 18.600 krón­ur.

Heiða Björg setti landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga í dragtinni.
Heiða Björg setti landsþing Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga í dragt­inni. mbl.is/​Karítas
Heiða Björg klæddist beinhvítri blússu undir jakkanum.
Heiða Björg klædd­ist bein­hvítri blússu und­ir jakk­an­um. mbl.is/​Karítas

Gul­ur og drapp­litaður

Efna­sam­setn­ing­in er 77% bóm­ull á móti 12% pó­lý­ami­de, 7% pó­lýester og 4% málm­húðaðar trefjar sem gefa ör­lít­inn glans. 

Sniðið á jakk­an­um er stutt en hann nær rétt fyr­ir neðan mitti. Bux­urn­ar eru bein­ar í sniðinu og háar upp mittið og þess vegna geng­ur að hafa jakk­ann svona stutt­an. Sniðið yrði ekki jafn vel heppnað ef bux­urn­ar væru lægri í mittið því þá mynd­ast bil á milli jakk­ans og buxn­a­strengs­ins. 

Dragt­in henn­ar Heiðu er úr Jacquard-ofn­um tex­tíl. Það þýðir að mynstrið er ofið í efnið í stað þess að prenta á það. Jacquard-efni geta verið ein­lit en einnig er al­gengt að nokkr­um lit­um sé blandað sam­an eins og gert hef­ur verið í þess­ari til­teknu dragt. Þá hef­ur gulu og drapp­lituðu efni verið ofið sam­an. Jacquard-efni búa einnig oft yfir góðri þykkt eins og í þess­ari dragt. Föt­in virðast þannig vera fínni og meiri lúx­us býr yfir þeim.

Sér­stak­ur jacquard-vef­stóll var fund­inn upp árið 1804 af tex­tíl­hönnuðinum Joseph Marie Jacquard. Jacquard-efni er einnig þekkt und­ir öðrum nöfn­um eins og dam­ask, matlassé og broca­de.

Þau efni sem eru með mynstrið ofan í efnið líkj­ast jacquard-efn­um en strangt til tekið má aðeins kalla þau sem hafa verið ofin í jacquard-vef­stól bera nafnið.

& Other Stories er sænsk verslun sem hefur verið vinsæl …
& Ot­her Stories er sænsk versl­un sem hef­ur verið vin­sæl frá opn­un.
Jakkann má nota á marga vegu, hann er æðislegur við …
Jakk­ann má nota á marga vegu, hann er æðis­leg­ur við galla­bux­ur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda