Þessi skyrta verður staðalbúnaður í sumar

Leikarinn Walter Goggins leikur Rick Hatchett sem ferðast einungis með …
Leikarinn Walter Goggins leikur Rick Hatchett sem ferðast einungis með mynstraðar skyrtur. Skjáskot/IMDB/HBO

Þriðja sería af þátt­un­um The White Lot­us hef­ur fengið mis­jafna dóma síðan hún kom út en það er eitt sem ekki verður deilt um: öll fag­ur­fræði er upp á tíu. Tísk­an, stíliser­ing­in og um­hverfið er næg ástæða til að horfa á þætt­ina og njóta.

Einn aðalk­arakt­er þátt­anna, Rick Hatchett sem leik­inn er af Walt­on Gogg­ins, hef­ur slegið í gegn í hlut­verk­inu. Hatchett heim­sæk­ir hót­elið með kær­ustu sinni, Chel­sea, sem er leik­in af Ai­mee Lou Wood. Hatchett skort­ir lífs­gleði og eitt­hvað er á bak við dvöl hans á hót­el­inu.

Illa saumaðar og oft hræó­dýr­ar

Stíll­inn hans fer vel við karakt­er­inn en hann er hrár og reitt­ur. Svo­kallaðar Hawaii-stutterma­skyrt­ur eru staðal­búnaður í fata­skápn­um hans, hneppt­ar aðeins hálfa leið.

Hawaii-skyrt­ur minna á suðræn­ar slóðir. Mynstrið er lit­ríkt, stund­um um of og pálma­trén í mynstr­inu ómiss­andi. Þær eru með stutt­um erm­um og oft sniðlaus­ar. Slík­ar skyrt­ur fást á mörkuðum um heim all­an, illa saumaðar og hræó­dýr­ar. Skyrt­an hent­ar öll­um kynj­um. Auðvitað er hægt að finna þær hjá dýr­ari tísku­hús­um líka og er ef­laust meira lagt í þær. 

Hawaii-skyrt­ur hafa einnig verið kallaðar aloha-skyrt­ur en upp­runa þeirra má rekja til eyj­unn­ar. Þær eru með kraga, hneppt­ar, yf­ir­leitt með stutt­um erm­um og í mynstruðu efni. Stíll þeirra er oft kennd­ur við af­slappaðan lífs­stíl sem ein­kenn­ir eyj­una. 

Skær­bleik Hawaii-skyrta geng­ur á milli starfs­manna á skrif­stofu Smart­lands. Skyrt­an var keypt í Dóm­in­íska lýðveld­inu, er skreytt pálma­trjám og upp­fyll­ir þau skil­yrði sem nefnd eru hér fyr­ir ofan. Blaðamaður fékk skyrt­una lánaða til Teneri­fe fyrr á ár­inu og hyggst reyna halda henni aðeins leng­ur. Það verður hins veg­ar erfitt því það er sleg­ist um hana.

Sannkölluð Hawaii-skyrta frá Polo Ralph Lauren. Hún fæst í Mathildu …
Sann­kölluð Hawaii-skyrta frá Polo Ralph Lauren. Hún fæst í Mat­hildu og kost­ar 34.990 kr.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda