Dua Lipa er andlit nýju Chanel-töskunnar

Söngkonan er andlit auglýsingaherferðar Chanel fyrir töskuna.
Söngkonan er andlit auglýsingaherferðar Chanel fyrir töskuna. CHANEL/Samsett mynd

Söng­kon­an Dua Lipa er and­lit her­ferðar nýrr­ar leðurtösku, Chanel 25, frá franska há­tísku­hús­inu Chanel. Tösk­urn­ar frá Chanel hafa í ára­tugi þótt mjög klass­ísk­ar og eru drauma­eign margra. Nýja task­an gef­ur þeim fyrri ekk­ert eft­ir í feg­urð, praktík og klass­ík. 

Tveir stór­ir hliðar­vas­ar ein­kenna tösk­una en einnig er keðjan og stungna leðrið til staðar. Task­an kem­ur í þrem­ur mis­mun­andi stærðum og er hönnuð fyr­ir kon­ur á ferðinni. Hún er praktísk, létt og fal­leg.

„Ég er heilluð af tösk­unni. Hún er full­kom­in fyr­ir mig sem er alltaf á ferðinni og vill helst hafa allt meðferðis. Vas­arn­ir geyma mína upp­á­halds­hluti en svo er líka pláss fyr­ir bæk­ur, sólgler­augu, minn­is­bók og krist­all­ana mína. Þetta er hin full­komna hvers­dagstaska,“ seg­ir Lipa í frétta­til­kynn­ingu.

Taskan er hönnuð fyrir konur á ferðinni.
Task­an er hönnuð fyr­ir kon­ur á ferðinni. Ljós­mynd/​Chanel
Taskan í silfurlituðu leðri með gylltri keðju.
Task­an í silf­ur­lituðu leðri með gylltri keðju.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda