Martha Stewart fílar íslenska húðdropa

Lindsay Lohan og Martha Stewart
Lindsay Lohan og Martha Stewart mbl.is/AP

Í sérstökum Íslandsþætti Mörthu Stewart, sem frumsýndur var í Bandaríkjunum í morgun, kemur fram að Martha Stewart notar íslensku húðdropanna frá nýsköpunarfyrirtækinu Sif Cosmetics til að viðhalda unglegu yfirbragði húðarinnar.

Í þætti Mörthu Stewart á Hallmark sjónvarpsstöðinni í morgun fór heil klukkustund í umfjöllun um Ísland og íslenskar vörur og var Dorrit Moussaieff forsetafrú sérstakur heiðursgestur. Björn Örvar, framkvæmdastjóri Sif Cosmetics og ORF Líftækni var einnig meðal gesta. Hann kynnti vísindin að baki húðdropunum, auk þess sem sýndar voru svipmyndir frá Grænu smiðjunni, gróðurhúsi ORF Líftækni í Grindavík. Íslenski hesturinn, íslensk hönnun og matargerðalist voru meðal þess sem einnig var kynnt í þættinum. Martha kvaðst hafa notað íslensku húðdropana undanfarna þrjá mánuði, eftir að hafa kynnst þeim hjá Dorrit Moussaieff, og sagðist vera mjög ánægð með áhrif dropanna á húðina.  

Nýja EGF dagkremið frá Sif Cosmetics seldist upp á augabragði …
Nýja EGF dagkremið frá Sif Cosmetics seldist upp á augabragði eða nokkrum dögum eftir að það kom á markað. mbl.is/Sif Cosmetics
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál