„Mér finnst skeggið elda hann pínulítið“

Svavar Örn segir að alskeggið eldi leikarann George Clooney.
Svavar Örn segir að alskeggið eldi leikarann George Clooney. Ljósmynd/Samsett

„Mér finnst hann mjög flottur hvort sem hann er með skegg eða ekki,“ segir Svavar Örn hárgreiðslumaður og útvarpsstjarna þegar hann var spurður út í nýtt alskegg leikarans George Clooneys. „Mér finnst skeggið elda hann pínulítið þótt ég fíli þriggja daga „lúkkið“ alltaf best því ég er alltaf þannig sjálfur,“ segir hann og hlær. 

Skegg hefur verið ákaflega heitt hjá karlpeningnum, bæði hérlendis og erlendis. Mugison var einn af þeim fyrstu sem hrifust með í þessari skeggbylgju og svo fylgdu menn í röðum á eftir. Á tímabili var fjárfestirinn Björgólfur Thor Björgólfsson kominn með alskegg og líka Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. Þegar Svavar er spurður hvort allir menn geti safnað skeggi segir hann að það fari algerlega eftir skeggrótinni, hún þurfi að vera ræktarleg. Hann segir einnig að skeggtískan sé misáberandi eftir hverfum og landshlutum.

„Mér finnst þetta „lúkk“ vera út um allt í 101 og ég get ekki betur séð en þetta sé mjög vinsælt ennþá. Þetta lúkk er ekkert búið. Mér finnst skeggið fara vel á ákveðnum týpum þótt ég myndi aldrei safna alskeggi sjálfur.“

Svavar Örn er á kafi í crossfit þessa dagana og þegar hann er spurður hvort alskeggið sé vinsælt í því sporti segir hann svo ekki vera. „Það er enginn með alskegg í crossfit. Þetta er meira svona 101-liðið, listafólk og tónlistarmenn. Ég held að sá hópur sé ekki mikið í crossfit.“

Aðspurður hvort hann sé eitthvað búinn að leggja af segir hann lítið fara fyrir því. „Minn hópur er alveg að taka þetta, en ég hef ekki grennst neitt. Mér finnst ég vera að braggast en ég held að mataræðið standi í vegi fyrir því að ég grennist. Maður á það til að borða í blakkáti ...“

George Clooney og Stacy Keibler.
George Clooney og Stacy Keibler. mbl.is/AFP
Skegglaus George Clooney og Stacy Keibler.
Skegglaus George Clooney og Stacy Keibler. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda