Íslenska landsliðið í handknattleik karla gjörsigraði lið Bandaríkjamanna á Selfossi í kvöld 34:10. Staðan í leikhléi var 16:6. Heimamaðurinn Þórir Ólafsson lék sinn fyrsta landsleik í kvöld á heimavelli og skoraði 5 mörk í leiknum. Íslenska liðið gerði 15 af mörkunum úr hraðaupphlaupum.