Ólafur Þór Gunnarsson, markvörður Skagamanna, hafði mikil áhrif á úrslitin í leik Skagamanna og FH-inga þar sem hann varði tvær vítaspyrnur í leiknum, eina í framlengingu og aðra í vítaspyrnukeppninni.
Þrátt fyrir sigurinn lékum við ekki vel og FH-liðið var erfitt viðureignar. Við náðum ekki að sýna sama leik og gegn Fram á dögunum og það er ekki viðunandi að við gerum ekki betur í svo mikilvægum leik," sagði Ólafur.Er einhver uppskrift að því að verja vítaspyrnur í bikarleikjum eins og þú ert búinn að gera gegn Grindavík og FH?
"Það er alltaf spurning um að vera heppinn í vítaspyrnukeppni. Ég hef ekki spáð mikið í hvernig hinir ýmsu leikmenn skjóta í vítaspyrnum sem þeir taka og það er því um að gera að taka áhættu í hvert skipti," sagði Ólafur að lokum.
"Það er alltaf erfitt að leika gegn liðum sem talin eru vera veikari og það sýndi sig í dag að menn verða að leggja allt í sölurnar - alltaf, því FH liðið var mjög sterkt."
Jöfnunarmarkið kom á síðustu stundu, var vonin eitthvað farin að dofna hjá ykkur í lok leiksins?
"Nei, ég vissi að við myndum alltaf fá horn- og aukaspyrnur og þá verður maður að vera tilbúinn ef færin gefast. Hornið frá Kára Steini fór yfir marga leikmenn í markteig FH og mér tókst að stýra boltanum niður með höfðinu og það var gott að sjá boltann í netinu."
Nú er þetta annað árið í röð sem ÍA fer í bikarúrslit, er einhver munur á þessum áfanga og þeim sem þið upplifðuð í fyrra?
"Það er ekki frá því að menn séu með fæturna meira á jörðinni núna. Það var sárt að tapa gegn KR í fyrra og menn vita að næsta verkefni í bikarnum verður hápunktur sumarsins og þar verða menn að hafa fyrir hlutunum ef vel á að fara," sagði Jóhannes.
Sigurður Jónsson var ekki í leikmannahópi ÍA vegna meiðsla á hásin og fylgdist með leiknum frá áhorfendapöllunum.
Var ekki erfitt að horfa á félagana og geta lítið gert til að hjálpa þeim?
"Auðvitað er það erfitt, en ég hef verið að glíma við hásinarmeiðsli og hef lítið getað verið með, en ég verð vonandi með í úrslitaleiknum í lok september og kannski eitthvað fyrr."
Voru úrslitin sanngjörn í leiknum?
"FH-liðið lék mun betur en ÍA-liðið bróðurpartinn af leiknum og FH-ingar sýndu að þeir eiga fullt erindi í úrvalsdeidina. Það eru víst mörkin sem telja í knattspyrnunni en ekki hvernig liðin leika og þegar Uni jafnaði var ég viss um að við myndum hafa þetta, en útlitið var óneitanlega orðið dökkt í lokin."
Ætlar þú að leika áfram á næsta tímabili?
"Ég skoða málið í haust og ef ég næ mér af þessum meiðslum sem hafa verið að hrjá mig hef ég áhuga á að spila meira," sagði Sigurður.
Þú tekur Hörð Magnússon út af á 85. mínútu, voru það mistök þegar þú lítur til baka?
"Ef þú ert að velta fyrir þér vítaspyrnunni sem við fengum í framlengingunni þá hefði Hallsteinn Arnarson tekið vítið þrátt fyrir að Hörður hefði verið inni á. Það var mitt mat í stöðunni að innáskiptingin væri best fyrir liðið, en einbeitingarleysi í föstu leikatriði hjá mínum mönnum varð til þess að ÍA jafnaði og menn geta endalaust velt því fyrir sér hvort ákvarðanir séu réttar en þeim verður ekki breytt úr þessu.
"Var eitthvað öðruvísi fyrir Loga Ólafsson að stýra FH-liðinu gegn ÍA en gegn öðrum liðum?
"Knattspyrna snýst ekki um persónur. Við erum allir keppnismenn og það var takmark beggja liða að vinna leikinn og því var þessi leikur ekkert öðruvísi fyrir mig eða Skagamenn þrátt fyrir að ég hafi stjórnað ÍA á sínum tíma," sagði Logi.
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson