KR-ingar Íslandsmeistarar annað árið í röð

Þormóður Egilsson, fyrirliði KR, hefur Íslandsmeistaratitilinn á loft og félagar …
Þormóður Egilsson, fyrirliði KR, hefur Íslandsmeistaratitilinn á loft og félagar hans fagna. mbl.is/Golli

KR-ingar eru Íslandsmeistarar í knattspyrnu annað árið í röð eftir 1:4-sigur á Stjörnunni í Garðabæ. Andri Sigþórsson var hetja KR-inga í dag, hann skoraði öll fjögur mörk KR eftir að Stjörnumenn komust yfir í upphafi leiks. Stjarnan féll í 1. deild ásamt Leiftri og Grindvíkingar tryggðu sér þriðja sætið og þar með þátttökurétt í Getraunakeppni Evrópu með tímamótasigri á liði ÍBV í Vestmannaeyjum.

Fylkismenn stóðu betur að vígi lengi framan af í leikjum dagsins en áður en flautað var til leiks munaði tveimur stigum á þeim og KR-ingum, hinum síðarnefndu í hag. Fylkismenn náðu tveggja marka forskoti gegn ÍA um miðjan fyrri hálfleik og sama tíma var KR undir gegn Stjörnunni, 1:0. Rétt fyrir leikhlé jafnað Andri fyrir KR en miðað var hálfleiksstöðuna var titillinn á leið í Árbæinn. En Íslandsmeistararnir mættu mjög ákveðnir til síðari hálfleiks og greinilega staðráðnir í að verja titil sinn. Áður en síðari hálfleikur var hálfnaður hafði Andri skoraði þrívegis til viðbótar og þar með voru úrslit leiksins í raun ráðin. KR-ingar léku við hvern sinn fingur til leiksloka en Stjörnumenn börðust vonlítilli baráttu. Á meðan KR-ingar voru að vinna stórsigur á Stjörnuvelli skiptu úrslitin í Árbænum litlu máli en á síðustu mínútunni minnkaðu Skagamenn muninn í 1:2. Viðureign Fram og Breiðabliks á Laugardalsvelli var spennuþrungin og þegar Blikar náðu forystunni í fyrri hálfleik, voru Framarar á leið niður í 1. deild. En í síðari hálfleik jöfnuðu Framarar og þar með voru Stjörnumenn á leið niður. Það breyttist ekki og Stjarnan féll. Grindvíkingar tryggðu sér þriðja sætið með 1:2 sigri á ÍBV en þetta er fyrsta tap ÍBV á heimavelli síðan í júní árið 1997 og hafa þeir leikið 37 leiki í röð á heimavelli án þess að bíða ósigur. Leiftursmenn, sem þegar voru fallnir, kvöddu efstu deild með sóma þegar þeir burstu lið Keflavíkur á útivelli, 2:5. Guðmundur Steinarsson skoraði tvö mörk fyrir Keflavík og varð hann ásamt Andra Sigþórssyni markahæstur. Þeir Guðmundur og Andri skoruðu sín 14 mörkin hvor á Íslandsmótinu í sumar. Úrslit 18. og síðustu umferðar:
Stjarnan  1:4  KR
  Fylkir  2:1  ÍA
    Fram  1:1  Breiðablik
     ÍBV  1:2  Grindavík
Keflavík  2:5  Leiftur
Lokastaðan á Íslandsmótinu í knattspyrnu árið 2000:
    Lið   L   U   J   T   Mörk Stig
1.   KR 18 11 4 3   27 : 14  37
2.   Fylkir 18 10 5 3   39 : 16  35
3.   Grindavík 18 8 6 4   25 : 18  30
4.   ÍBV 18 8 5 5   29 : 17  29
5.   ÍA 18 7 5 6   21 : 17  26
6.   Keflavík 18 4 7 7   21 : 35  19
7.   Breiðablik 18 5 3 10   29 : 35  18
8.   Fram 18 4 5 9   22 : 33  17
9.   Stjarnan 18 4 5 9   18 : 31  17
10.   Leiftur 18 3 7 8   24 : 39  16
Fylgst var með gangi mála í leikjum dagsins og fara helstu atriði þeirra hér á eftir:

Stjarnan - KR 1:4

1:4 á 65. mínútu:
Maikel Renfurm sendi á Einar Þór Daníelsson vinstra megin í vítateignum og Einar sendi þvert fyrir markið. Þar kom Andri Sigþórsson á ferðinni og skoraði örugglega í fjærhornið. 1:3 á 55. mínútu:
KR-ingar sóttu hratt að marki Stjörnunnar og Andri Sigþórsson skoraði með þrumuskoti og fullkomnaði þrennu sína í leiknum. 1:2 á 50. mínútu:
Sigursteinn Gíslason gaf fyrir mark Stjörnunnar og Maikel Renfurm skaut að marki en Stjörnumenn náðu að verjast. Boltinn barst til Andra Sigþórssonar sem skoraði með góðu skoti. 1:1 á 45. mínútu:
Sigþór Júlíusson sendi fyrir mark Stjörnunnar frá vinstri, Guðmundur Benediktsson skaut að marki en boltinn barst til Andra Sigþórssonar sem skoraði af stuttu færi. 1:0 á 11. mínútu:
Veigar Páll Gunnarsson lék vörn KR grátt og sendi á Boban Ristic sem skoraði af stuttu færi. Leikurinn er hafinn í Garðabæ. Byrjunarliðin:
Stjarnan:
12 Zoran Stojadinovic
5 Vladimir Sandulovic
6 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson
7 Veigar Páll Gunnarsson
8 Boban Ristic
9 Valdimar Kristófersson
14 Bernharður M Guðmundsson
16 Garðar Jóhannsson
18 Ólafur Gunnarsson
24 Zoran Stosic
25 Birgir Sigfússon
KR:
1 Kristján Finnbogason
2 Bjarni Óskar Þorsteinsson
3 Sigursteinn Gíslason
4 Þormóður Egilsson
6 Sigurður Örn Jónsson
7 Sigþór Júlíusson
9 Þorsteinn E Jónsson
10 Andri Sigþórsson
11 Guðmundur Benediktsson
16 Þórhallur Örn Hinriksson
23 Ívar Bjarklind
Dómari: Eyjólfur Ólafsson. Aðstoðardómarar: Einar Guðmundsson og Einar Sigurðsson.

Fylkir - ÍA 2:1

2:1 á 90. mínútu:
Hálfdán Gíslason skoraði fyrir ÍA. 2:0 á 28. mínútu:
Gunnar Þór Gíslason tók hornspyrnu frá hægri, renndi boltanum út á Helga V. Daníelsson sem sendi fyrir markið. Gylfi Einarsson skoraði af stuttu færi. 1:0 á 23. mínútu:
Gylfi Einarsson komst inn fyrir vörn ÍA og sendi á Sævar Þór Gíslason sem skoraði örugglega af stuttu færi. Leikurinn er hafinn í Árbænum. Byrjunarliðin:
Fylkir:
1 Kjartan Sturluson
23 Helgi Valur Daníelsson
4 Ómar Valdimarsson
11 Þórhallur Dan Jóhannsson
9 Gunnar Pétursson
19 Sævar Þór Gíslason
22 Gylfi Einarsson
8 Finnur Kolbeinsson
6 Sverrir Sverrisson
30 Sturla Guðlaugsson
10 Kristinn Tómasson
ÍA:
12 Ólafur Þór Gunnarsson
17 Sturlaugur Haraldsson
5 Reynir Leósson
15 Ólafur Þórðarson
3 Andri Lindberg Karvelsson
21 Baldur Ingimar Aðalsteinsson
10 Hálfdán Gíslason
20 Pálmi Haraldsson
8 Haraldur V Hinriksson
18 Guðjón Heiðar Sveinsson
9 Uni Arge
Dómari: Gylfi Þór Orrason. Aðstoðardómarar: Ólafur Ragnarsson og Haukur Ingi Jónsson.

Fram - Breiðablik 1:1

1:1 á 63. mínútu:
Framarar tóku aukaspyrnu að marki Breiðabliks og Viðar Guðjónsson stökk hæst og skallaði glæsilega í markið. 0:1 á 55. mínútu:
Kjartan Einarsson sendi fyrir mark Fram og Ásmundur Arnarsson skoraði af stuttu færi. Leikurinn er hafinn á Laugardalsvelli. Byrjunarliðin:
Fram:
1 Fjalar Þorgeirsson
3 Ingvar Ólason
6 Steinar Þór Guðgeirsson
8 Hilmar Björnsson
10 Sigurvin Ólafsson
15 Baldur Knútsson
23 Eggert Stefánsson
24 Viðar Guðjónsson
25 Ronny Peterson
29 Þorbjörn Atli Sveinsson
30 Albert Ásvaldsson
Breiðablik:
23 Gísli Herjólfsson
20 Magnús Páll Gunnarsson
14 Andri Marteinsson
5 Þorsteinn Sveinsson
30 Guðmundur Örn Guðmundsson
6 Hreiðar Bjarnason
11 Bjarki Pétursson
7 Hákon Sverrisson
9 Ívar Sigurjónsson
10 Kjartan Einarsson
32 Ásmundur Arnarsson
Dómari: Rúnar Steingrímsson. Aðstoðardómarar: Jóhannes Valgeirsson og Guðmundur Jónsson.

ÍBV - Grindavík 1:2

1:2 á 53. mínútu:
Bjarni Geir Viðarsson fylgdi á eftir aukaspyrnu Momirs Mileta og skoraði af stuttu færi. 0:2 á 47. mínútu:
Grindvíkingar komnir með tveggja marka forystu. 0:1 á 35. mínútu:
Ólafur Örn Bjarnason skoraði úr vítaspyrnu fyrir Grindvíkinga. Leikurinn er hafinn í Vestmannaeyjum. Dómari: Bragi Bergmann. Aðstoðardómarar: Gunnar Gylfason og Marinó Steinn Þorsteinsson.

Keflavík - Leiftur 2:5

2:5 á 90. mínútu:
Ingi H. Heimisson skoraði fyrir Leiftur. 2:4 á 84. mínútu:
Hlynur Jóhannsson skoraði fyrir Leiftur. 2:3 á 81. mínútu:
Guðmundur Steinarsson skoraði aftur fyrir Keflavík. 1:3 á 79. mínútu:
Guðmundur Steinarsson minnkaði muninn fyrir Keflavík. 0:3 á 58. mínútu:
John Petersen skoraði annað mark sitt í leiknum. 0:2 á 54. mínútu:
Jens Erik Rasmussen skoraði annað mark Leifturs. 0:1 á 29. mínútu:
John Petersen skoraði fyrir Leiftur úr vítaspyrnu. Leikurinn er hafinn í Keflavík. Dómari: Kristinn Jakobsson. Aðstoðardómarar: Eyjólfur Finnsson og Svanlaugur Þorsteinsson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka