"Leikmenn voru óstyrkir framan af leik og ekki áferðarfallegur fótbolti sem boðið var upp á enda var mikið lagt undir," sagði Hlynur Stefánsson, fyrirliði ÍBV. "Þeir skoruðu markið sem skipti sköpum í leiknum. Það virtist sem Baldur Aðalsteinsson, leikmaður ÍA, hefði handleikið knöttinn rétt áður en hann lagði upp sigurmarkið en það var ákvörðun dómara leiksins að láta þetta eiga sig og halda áfram og ég verð að sjá það seinna af myndbandi hvernig það leit út."
"Leikmenn voru óstyrkir framan af leik og ekki áferðarfallegur fótbolti sem boðið var upp á enda var mikið lagt undir," sagði Hlynur Stefánsson, fyrirliði ÍBV. "Þeir skoruðu markið sem skipti sköpum í leiknum. Það virtist sem Baldur Aðalsteinsson, leikmaður ÍA, hefði handleikið knöttinn rétt áður en hann lagði upp sigurmarkið en það var ákvörðun dómara leiksins að láta þetta eiga sig og halda áfram og ég verð að sjá það seinna af myndbandi hvernig það leit út."Sóknarleikur liðsins var ekki beittur, var eitthvað hægt að gera til að bæta úr því er leið á leikinn?
"Það er rétt, við sköpuðum okkur ekki mikið af færum. Ég hefði viljað sjá Tómas Inga Tómasson koma fyrr inn á og hann gat litlu breytt á þeim stutta tíma sem hann var með í leiknum.
Þegar við fengum á okkur markið í lok leiksins sýndi vallarklukkan 93 mínútur og það voru margir farnir að spá í framlengingu. Augnabliks einbeitingarleysi á þeim tíma varð til þess að við töpuðum leiknum."
Breytir það einhverju fyrir þig hvað varðar framhaldið á knattspyrnuferlinum að þið tapið bikarúrslitaleik?
"Það er farið að síga á seinni hlutann á mínum ferli og tapið hér í dag skiptir ekki öllu máli hvað þau mál varðar. Það eru allar líkur á því að ég hætti að leika í efstu deild, enda orðin 36 ára gamall og spurning hvort maður hafi krafta til þess að fara í gegnum eitt ár í viðbót. ÍBV hefur unnið mikið af titlum undanfarin ár og ég hef fengið tækifæri til að taka þátt í því.
Það eru forrétttindi að fá að leika bikarúrslitaleik og ég hef fengið að ganga í gegnum margt hér á Laugardalsvellinum í gegnum tíðina, verið rekinn út af, hef klikkað á víti, tapað, unnið og get því hætt sáttur eftir að hafa fengið að upplifa þetta allt saman," sagði Hlynur Stefánsson.
"Ég mun skoða mín mál ásamt fleiri "eldri" leikmönnum hvað varðar framhaldið og ekki tímabært að segja eitthvað um það núna."
ÍBV-liðið virtist aldrei ná sér á flug í þessum leik, er einhver skýring á því?
"Við vorum í vandræðum meirihlutann af fyrri hálfleik og ég hélt að við myndum ná að komast meira inn í leikinn en gerðum það ekki. Fyrra mark Skagamanna varð til þess að menn fóru að sækja meira og eftir að við jöfnuðum hafði maður það á tilfinningunni að við værum að ná tökum á leiknum en það tókst ekki. Það var alltof mikið bil á milli varnar, miðju og sóknar í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik og þrátt fyrir að þetta hafi aðeins lagast í seinni hálfleik náðum við ekki að skapa svæði fyrir aftan varnarlínu Skagamanna til þess að stinga okkur inn. ÍA-liðið lék mun betur en við í þessum leik og allar aðgerðir þeirra voru kraftmeiri en okkar."
Voru menn farnir að horfa aðeins á klukkuna og gæla við framlengingu ?
Við ættum að þekkja liða best að það má ekki gerast, þar sem við lögðum Fylki í blálok undanúrslitaleiksins í Eyjum. Það var meiri sigurvilji í liði Skagamanna og ég óska Skagamönnum til hamingju með sigurinn og þeir áttu þetta vel skilið miðað við hvernig við lékum," sagði Birkir.
"Þetta er hluti af leiknum, ég fékk takka beint í ökklann frá nafna mínum Aðalsteinssyni og það er ekki það besta sem maður upplifir en það er eðlilegt að fólk láti heyra í sér í hita leiksins," sagði Baldur Bragason.
Þú hefur leikið nokkra bikarúrslitaleiki áður með Val, Leiftri og ÍBV, hvernig fannst þér þessi leikur vera?
"Við vorum mjög lengi í gang í þessum leik eins og svo oft áður í sumar og í raun vorum við heppnir að vera ekki búnir að fá á okkur mark á fyrsta stundarfjórðungnum enda vorum við ekkert með á þeim kafla leiksins. Við héldum boltanum ekki nógu vel og samvinna varnar-, miðju- og sóknarmanna var ekki sem best. Það gekk illa að flytja liðið upp völlinn þegar við vorum með boltann og það er skýringin á fáum marktækifærum. Þetta var minn 7. bikarúrslitaleikur, þrisvar var ég í sigurliði með Val, þar af tvö skipti eftir tvo úrslitaleiki, en þá var leikið aftur ef liðin skildu jöfn. Ég tapaði með Leiftri gegn ÍBV 1998 og nú er ég með ÍBV og tapa aftur. Það var ætlunin að koma til Eyja og vinna titla en því miður hefur það ekki tekist."
Hvar mun Baldur Bragason leika á næsta tímabili ?
"Það er lítið gaman að hætta eftir tapleik í bikarúrslitum og það breytir kannski einhverju um framhaldið hjá mér en ég mun skoða þau mál í haust. Samningur minn við ÍBV rennur út núna og þrátt fyrir að mér hafi liðið vel hjá félaginu á ég ekki von á því að vera áfram," sagði Baldur.
"Ég hefði viljað fá tækifæri til að spreyta mig mun fyrr, eða um fimm mínútum eftir að við skoruðum jöfnunarmarkið. Það var sjálfsagt að gera ekki breytingu þar sem við jöfnuðum á þeim tíma sem ég var að undirbúa mig að koma inn á, en því miður tókst okkur ekki að halda áfram að sækja í stöðunni 1:1."
Eru þetta mistök hjá þjálfaranum að skipta ekki inn á fyrr?
"Maður getur alltaf verið vitur eftirá og ef við hefðum unnið leikinn hefði enginn verið að spá í þessa hluti, en miðað við hvernig við vorum að spila þá er það mitt mat að ég hefði getað hjálpað til í sóknarleiknum. ÍA-liðið var betra en við í þessum leik og miklu grimmari. Þá langaði virkilega í bikarinn, miklu meira en við og ef menn hafa sterka löngun í eitthvað tekst þeim oftast að ná settu marki."
Hvernig verður framhaldið hjá þér, verður þú áfram hjá ÍBV eða ferðu aftur til Danmerkur?
"Ég er á samningi í hálft annað ár hjá AGF í Danmörku og ég fer 3. október aftur til Danmerkur. Það er leiðinlegt að hafa ekki endað tímabilið hér heima með ÍBV með titli," sagði Tómas Ingi.
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson