Leikmenn og þjálfarar liðanna í úrvalsdeildum karla og kvenna í knattspyrnu völdu Hlyn Stefánsson, ÍBV, og Rakel Ögundsdóttur, Breiðabliki, bestu leikmenn nýafstaðins keppnistímabils. Þetta var tilkynnt á uppskeruhátíð Knattspyrnusambands Íslands sem haldin er í kvöld.