Tommy Nielsen: Ætlaði að hætta knattspyrnuiðkun

Tommy Nielsen vinnur á golfvelli í Hafnarfirði og ætlar að …
Tommy Nielsen vinnur á golfvelli í Hafnarfirði og ætlar að leggja það fyrir sig í framtíðinni. Árni Torfason

Daninn Tommy Nielsen er íslenskum knattspyrnuáhugamönnum að góðu kunnur. Hann hefur undanfarin fjögur ár staðið vaktina í vörn FH-liðsins og verið einn mikilvægasti hlekkurinn í þeirra sigursæla liði. Það eru hins vegar færra sem vita að Tommy vinnur á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði og leggur stund á nám í golfvallarstjórnun í Skotlandi.

Tommy Nielsen segir í ítarlegu viðtali við Kristján Jónsson í Morgunblaðinu í dag að hann hefði ætlað að hætta knattspyrnuiðkun og fara í lögregluskóla þegar honum bauðst að fara til Íslands og spila með FH. Á Íslandi hafi verið svo gaman að eitt ár sé orðið að fimm.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka