Bakvörðurinn, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild í knattspyrnu í gærkvöldi, þegar hann jafnaði fyrir Breiðablik 1:1 gegn Þrótti. Arnór fékk þó ekki tækifæri til þess að fagna markinu því hann fékk gífurlegt högg þegar hann skoraði. Arnór lenti í samstuði við Bjarka Freyr Guðmundsson, markvörð Þróttara, og lá óvígur eftir. Kalla þurfti til sjúkrabíl til þess að fara með Arnór á sjúkrahús en hann fékk bæði högg á bringuna og í andlitið.
Slapp við beinbrot