Arnór skoraði en rotaðist

Björn Bergmann Sigurðarson leikmaður ÍA í baráttu við Arnór Svein …
Björn Bergmann Sigurðarson leikmaður ÍA í baráttu við Arnór Svein Aðalsteinsson . mbl.is/Brynjar Gauti

Bakvörðurinn, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild í knattspyrnu í gærkvöldi, þegar hann jafnaði fyrir Breiðablik 1:1 gegn Þrótti. Arnór fékk þó ekki tækifæri til þess að fagna markinu því hann fékk gífurlegt högg þegar hann skoraði. Arnór lenti í samstuði við Bjarka Freyr Guðmundsson, markvörð Þróttara, og lá óvígur eftir. Kalla þurfti til sjúkrabíl til þess að fara með Arnór á sjúkrahús en hann fékk bæði högg á bringuna og í andlitið.

Slapp við beinbrot

Morgunblaðið fékk þær fréttir hjá Ólafi Kristjánssyni, þjálfara Breiðabliks, að Arnór væri óbrotinn: ,,Hann er óbrotinn og ekki með þess háttar áverka. Hann rotaðist en eftir því sem mér skilst er alveg í lagi með hann núna þó hann sé náttúrulega töluvert laskaður. Það er búið að taka myndir og einnig er búið að taka úr honum blóðprufu en úr henni eru ekki komnar niðurstöður. Við sjáum hvað setur,“ sagði Ólafur en hann var þá á leiðinni að heilsa upp á lærisvein sinn.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka