Erna Björk best í fyrstu sex umferðunum

Erna Björk Sigurðardóttir.
Erna Björk Sigurðardóttir. Morgunblaðið/ Árni Sæberg

Nú í hádeginu veitti KSÍ viðurkenningar fyrir besta leikmann, besta þjálfara, besta dómara og bestu stuðningsmenn úr fyrstu sex umferðum Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu. Einnig var lið umferðanna valið.

Lið ársins er eftirfarandi:

Markvörður: Ása Dögg Aðalsteinsdóttir (GRV)

Vörn: Erna Björk Sigurðardóttir (Breiðabliki), Lidija Stojkanovic (Fylki), Ragna Björg Einarsdóttir (Fylki), Sif Atladóttir (Val).

Miðja: Danka Podovac (Fylki), Dóra María Lárusdóttir (Val), Fanndís Friðriksdóttir (Breiðabliki), Hallbera Gísladóttir (Val).

Sókn: Anna Björg Björnsdóttir (Fylki), Rakel Hönnudóttir (Þór/KA).

Leikmaður umferðanna var valin Erna Björk Sigurðardóttir, Breiðabliki.

Þjálfari umferða 1-6: Björn Kristinn Björnsson, Fylki.

Stuðningsmannaverðlaunin: Fylkir.

Dómari umferða 1-6: Andri Vigfússon.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert