„Gefur von um gott sumar“

Arnar Gunnlaugsson sækir að marki FH í leiknum í kvöld.
Arnar Gunnlaugsson sækir að marki FH í leiknum í kvöld. mbl.is/Golli

„Síðustu þrjátíu mínúturnar í fyrsta leik leiktímabilsins og svo leikurinn í kvöld gefur von um gott sumar. Og frammistaðan sýnir okkur, að við getum þetta,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, leikmaður Hauka, eftir tapið gegn erkifjendunum í FH.

Mark var dæmt af Arnari í fyrri hálfleik vegna rangstöðu en um var ræða umdeilda ákvörðun. Arnar segist viss um að markið hefði breytt miklu fyrir leikinn, en tjáir sig annars lítið um ákvörðun dómarans. Hann er að mörgu leyti ánægður með leikinn, sér í lagi síðari hálfleik þegar Haukum tókst að setja pressu á Íslandsmeistarana og uppskáru nokkur góð færi. Hann tekur þó fram að liðið geti leikið betur en í fyrstu tveimur leikjunum, og það eigi eftir að koma í ljós.

Líkt og í fyrstu umferðinni lék Arnar allan leikinn. Þó svo hann sé kominn af léttasta skeiðinu segir Arnar líkama sinn í fínu standi eftir átökin. „Ég er búinn að æfa hrikalega vel í vetur og svo er þetta bara spurning um að vera skynsamur milli leikja og fara vel með mig.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert