Valur tapaði stigum í Árbæ

Hallbera Guðný Gísladóttir sækir að marki Fylkis í leiknum í …
Hallbera Guðný Gísladóttir sækir að marki Fylkis í leiknum í kvöld. mbl.is/Kristinn

Íslandsmeistarar Vals máttu sætta sig við jafntefli, 1:1, í leik sínum við Fylki á Fylkisvelli í kvöld í úrvalsdeild kvenna, Pepsi-deildinni. Á sama tíma vann KR liðsmenn Breiðabliks, 2:1, á KR-velli og Stjarnan lagði Þrótt, 4:0.

Fyrr í kvöld vann ÍBV sigur á Aftureldingu, 5:0.

ÍBV og Stjarnan eru því efst í deildinni með 6 stig eftir tvær umferðir en KR og Valur koma þar á eftir með 4 stig.

Fylgst var með leikjum kvöldins á mbl.is.

Úrslit í leikjunum:
19.15 Fylkir - Valur 1:1 (Fjolla Shala 70. - Björk Gunnarsdóttir 6.)
19.15 KR - Breiðablik 2:1 (Katrín Ásbjörnsdóttir 45., Freyja Viðarsdóttir 87. - Arna Ómarsdóttir 43.)
19.15 Stjarnan - Þróttur R. 4:0 (Inga Birna Friðjónsdóttir 4., 54., Ashley Bares 15., 78.)

21.10 Þá er leikjum kvöldsins í Pepsi-deild kvenna lokið.

21.03 FYLKISVÖLLUR Leikmenn Vals gera harða hríð að marki Fylkis en leikmenn heimaliðsins ná að hreinsa frá marki.

21.02 MARK KR - Breiðablik 2:1 Freyja Viðarsdóttir skorar annað mark KR og kemur liðinu yfir þremur mínútum fyrir leikslok með frábæru skoti upp ú markvinkilinn.

21:01 FYLKISVÖLLUR Dagný Brynjarsdóttir á skot naumlega framhjá marki Fylkis. 

20.55 FYLKISVÖLLUR Anna Sigurðardóttir á þrumuskot að marki Vals. Boltinn strýkur varnarmann Vals, fer yfir markvörð Vals og ofan á markslána. Þar skall hurð nærri hælum.

20.50 Stjarnan - Þróttur 4:0 Ashley Bares skorar fjórða mark Stjörnunnar með föstu skoti eftir sendingu frá Önnu Björk Kristjánsdóttur. Markið var skorað á 78. mínútu.

20.44 FYLKISVÖLLUR Fylkir-Valur 1:1 Fjolla Shala jafnar metin fyrir Fylki með góðu skoti í hægra markhornið hjá Val efttir sendingu frá Fjólu Dröfn Friðriksdóttur af hægri kanti. Fjóla Dröfn kom inn á sem varamaður í byrjun síðari hálfleiks og hefur hresst verulega upp á sóknarleik Árbæjarliðsins.

20.39 FYLKISVÖLLUR Rakel Logadóttir skallar boltann laust að marki Fylkis. Björk á ekki vandræðum með að verja.

20.34 FYLKISVÖLLUR  Leikmenn Fylkis hafa verið að færa sig upp á skaptið síðustu mínútur og átt þrjár álitlegar sóknir síðustu mínútur. Nú síðast áttu Thelma Björk skot nokkuð yfir mark Vals úr aukaspyrnu frá vítateigshorni hægra megin.

20.29 FYLKISVÖLLUR Kristín Ýr skallar boltann eftir hornspyrnu frá hægri en Björk í marki Fylkis varði vel.

20.27 Stjarnan - Þróttur 3:0 Inga Birna Friðjónsdóttir bætir við þriðja marki Stjörnunnar eftir sendingu frá Kristen Edmonds.

20:22 FYLKISVÖLLUR Valur hefur síðari hálfleik af krafti. Nú átti Dagný Brynjarsdóttir skot í markslá Fylkis og yfir. Valur leikur undan golu síðar hálfleik.

20:20 FYLKISVÖLLUR Hildur Antonsdóttir á skot rétt utan tegs naumlega framhjá marki Fylkis.

20.02 MARK KR - Breiðablik 1:1 Katrín Ásbjörnsdóttir jafnar metin fyrir KR eftir að hún komst inn í sendingu frá marki Breiðabliks. Rétt síðan var flautað til loka fyrri hálfleiks á KR-velli.

19.59 MARK KR - Breiðablik 0:1 Arna Ómarsdóttir kemur Breiðabliki yfir á markamínútunni, þeirri 43., með skoti úr vítateignum eftir nokkurn barning og klafs.

19.52 FYLKISVÖLLUR Laufey Björnsdóttir á  skot beint úr aukaspyrnu af a.m.k. 30 metra færi nokkuð framhjá marki Vals.

19.47 FYLKISVÖLLUR Anna Sigurðardótttir sótti upp vinstri kantinn og sendi fyrir mark Vals þar sem markvörður Vals náði ekki halda boltanum. Thelma Björk, varnarmaður Vals, og sóknarmaður Vals voru nærri því að koma tá í boltann en gekk illa. Á endanum náði McCray, markvörður Vals, að hirða boltann.

19.44 FYLKISVÖLLUR Anna Björg á skot rétt utan vítateigs sem McCray, markvörður Vals, ver auðveldlega, enda fór boltinn beint í fang hennar.

19.41 FYLKISVÖLLUR Kristín Ýr á hættulítinn skalla að marki Fylkis sem Björk, markvörður Fylkis, greip auðveldlega.

19.32 Stjarnan - Þróttur 2:0 Ashley Bares skorar annað mark Stjörnunnar eftir 15 mínútna leik. Hún skallaði boltann í mark Þróttar eftir hornspyrnu frá  Soffíu Arnþrúði  Gunnarsdóttur.

19.31 FYLKISVÖLLUR Fjolla Shala, leikmaður Fylkis, fær gult spjald eftir glæfralega tæklingu gegn Málfríði Ernu.

19.28 FYLKISVÖLLUR Anna Björg Björnsdóttir var skyndilega ein og óvölduð með boltann innan varnar Vals. Hik kom á hana, sennilega talið sig vera rangstæða sem hún var ekki að mati dómarans. Loksins þegar Anna spyrnti knettinum að markinu var skotið laust og hafnaði auðveldlega í höndum Meagan McCray, markvarðar Vals.

19.23 FYLKISVÖLLUR Kristín Ýr á annað skot naumlega yfir mark Fylkis af stuttu færi með vinstri fæti.

19.21. MARK Fylkir - Valur 0:1 - Björk Gunnarsdóttir skorar fyrsta mark Vals með föstu skoti rétt innan vítateigs eftir sendingu frá vinstri kantinum. Valsliðið hefur byrjað leikinn og krafti og fram til þessa hefur nær verið um einstefnu að ræða af hálfu þess.

19.20 Fylkisvöllur: Kristín Ýr í ákjósanlegu færi innan vítateigs Fylkis en  spyrnir boltanum framhjá markinu með vinstri fæti. Hafði nægan tíma til að gera enn betur.

19.19 MARK Stjarnan - Þróttur 1:0 - Stjarnan kemst yfir með marki frá Ingu Birnu Friðjónsdóttur á fjórðu mínútu. Hún fékk boltann eftir sendingu frá Ashley Bares.

Leikskýrslan úr Fylkir - Valur.

Leikskýrslan úr KR - Breiðablik.

Leikskýrslan úr Stjarnan - Þróttur R.

Í 1. umferðinni vann Valur 1:0 sigur á Grindavík, Stjarnan vann Fylki 3:0, Þór/KA tapaði 0:5 fyrir ÍBV, Breiðablik og Þróttur R. gerðu 1:1 jafntefli og Afturelding og KR gerðu 0:0 jafntefli. Grindavík tapaði síðan 1:2 fyrir Þór/KA í fyrsta leik 2. umferðar á sunnudaginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka