Varnarmaðurinn reyndi Gunnar Einarsson gekk í gær til liðs við úrvalsdeildarlið Víkings í knattspyrnu og verður löglegur með því fyrir leikinn gegn Fram á sunnudaginn kemur.
Gunnar, sem er 35 ára gamall, hefur verið spilandi aðstoðarþjálfari Leiknis R. undanfarin tvö ár. Hann lék lengi með Val og KR, hollensku liðunum Roda, Venlo og MVV og Brentford í Englandi. vs@mbl.is