„Ísland? Ég þarf að skoða landakort“

Ashley Bares er markahæst í Pepsi-deildinni í sumar.
Ashley Bares er markahæst í Pepsi-deildinni í sumar. mbl.is/Ómar

„Ég hafði enga hugmynd um við hverju ég mátti búast hérna. Ég talaði við liðsfélaga mína sem höfðu verið í Svíþjóð að spila og reyndi að fá einhverja hugmynd um þetta, en svo ákvað ég bara að láta vaða,“ sagði hin bandaríska Ashley Bares þegar Morgunblaðið settist niður með henni eftir að hún hafði verið útnefnd besti leikmaður umferða 1-9 í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu.

Bares kom til Íslands í vor og hefur átt stóran þátt í velgengni Stjörnunnar sem er á toppi deildarinnar. Hún hefur þegar skorað 11 mörk eða rétt tæpan helming marka liðsins, og er markahæst allra í deildinni.

„Þegar leiktímabilinu okkar í háskólaboltanum lauk í nóvember í fyrra vissi ég að ég vildi halda áfram að spila einhvers staðar sem fyrst. Ég hvíldi mig í nokkrar vikur en fór svo að æfa af fullum krafti og hafði samband við umboðsmann sem sagði mér að lið á Íslandi vildi fá mig. Ég svaraði nú bara „Ísland? Ég þarf að skoða landakort.“ Þetta var mjög óvænt en ég skoðaði málið aðeins betur og ákvað bara að hoppa upp í flugvél. Ég er hvatvís að eðlisfari og kýli bara á hlutina, og er ánægð með að hafa endað hérna,“ sagði Bares sem er sammála því að hvatvísin nýtist líka innan vallar.

Sjá nánar viðtal við Ashley Bares í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka