Enginn Evrópubolti í Garðabæ 2012

Kristinn Jónsson úr Breiðabliki og Baldvin Sturluson úr Stjörnunni.
Kristinn Jónsson úr Breiðabliki og Baldvin Sturluson úr Stjörnunni. mbl.is/Eggert

Stjarnan spilar ekki í Evrópukeppni á næsta tímabili eftir að liðið tapaði 4:3 fyrir Breiðablik í síðustu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka jöfnuðu Stjörnumenn og Grindvíkingar voru yfir í Eyjum. Þetta var því í þeirra höndum en þá kom til kastanna Guðmundur Pétursson sem innsiglaði sigur Breiðabliks á síðustu mínútum leiksins.

Þrátt fyrir það er þetta besti árangur Stjörnunnar í deildinni eða fjórða sætið því Valur og KR gerðu jafntefli. Þá fær Garðar Jóhannsson gullskóinn fyrir 15 mörk skoruð í deildinni. Næstur honum kom Atli Viðar Björnsson hjá FH með 13 mörk. Markaskorara og tölfræði má sjá neðst á síðunni.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is

Lið Breiðabliks: Ingvar Þór Kale, Finnur Orri Margeirsson, Kári Ársælsson, Kristinn Steindórsson, Rafn Andri Haraldsson, Olgeir Sigurgeirsson, Guðmundur Kristjánsson, Arnar Már Björgvinsson, Kristinn Jónsson, Þórður Steinar Hreiðarsson, Andri Rafn Yeoman.
Varamenn: Reynir Magnússon, Jökull I Elísabetarson, Guðmundur Pétursson, Sigmar Ingi Sigurðarson (m), Tómas Óli Garðarsson, Guðmundur Friðriksson.

Lið Stjörnunnar: Ingvar Jónsson, Tryggvi Sveinn Bjarnason, Atli Jóhannsson, Daníel Laxdal, Halldór Orri Björnsson, Bjarki Páll Eysteinsson, Nikolaj Hagelskjaer, Ólafur Karl Finsen, Baldvin Sturluson, Hafsteinn Rúnar Helgason, Garðar Jóhannsson.
Varamenn: Sindri Már Sigurþórsson, Birgir Rafn Baldursson, Magnús Karl Pétursson (m), Þorvaldur Árnason, Aron Grétar Jafetsson, Darri Steinn Konráðsson, Víðir Þorvarðarson.

Breiðablik 4:3 Stjarnan opna loka
90. mín. Venjulegum leiktíma er lokið en líklega bætt við einhverjum þremur mínútum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert